Húmor er auðvitað bara einstaklingsbundinn en oftast er það, eins og þú segir, að fólk hlær að einhverju neyðarlegu. Allir brandarar, allir grínþættir, allt fyndið snýst um einmitt það að gera einhvern vandræðalegan eða láta hann lenda í einhverju slæmu. Allavega upp að vissu marki og á meðan þetta hefur engin djúp áhrif. Ég skil ekki af hverju okkur finnst svona fyndið en það er bara þannig sem menn bregðast við. Þess vegna er t.d. Silvía Nótt bæði elskuð og hötuð. Hún er óþolandi og maður...