Einmitt, með “túristadrasl” átti ég aðallega við sólarstrandir, bari og svona týpíska túristastaði í borgum þar sem er eiginlega bara búið að búa til túristalega staði (eins og mér fannst ég upplifa í Feneyjum, fannst það hálfgert túrista fake dæmi, fór líklegast ekki á réttu staðina). Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið til Prag að það sé alveg fullt af svona meira “alvöru” stöðum til að skoða, enda líka ein af þessum borgum sem eiga sína sögu og svona :)