Hætta að hugsa svona mikið um þetta! Fyrir nokkrum árum fór ég í nýjan skóla á nýjum stað og ég hafði smá áhyggjur af því að kynnast kannski engum, ég hafði síðustu árin á undan ekki kannski verið sérstaklega heppin með vini. En svo bara óvart, upp úr þurru, kynntist ég einum besta vini mínum og eignaðist mjög náinn og góðan vinahóp út frá því. Þetta gerist bara ósjálfrátt, held ég. Maður má ekki reyna of mikið. Maður þarf bara að hafa smá trú á sjálfum sér, elska sjálfan sig mátulega mikið...