Ég þekki þetta allt of vel, vera andvaka alla nóttina sama hvað ég hef þreytt. Ég hef, frá því ég man eftir mér, verið svona. Alltaf andvaka. Þegar ég var lítil var þetta oft óöryggi, ég gat ekki sofnað ef mamma og pabbi voru sofnuð, ég varð að vita af þeim vakandi. Núna eru þetta bara pælingar í mér, stress, óróleiki o.fl. Fyrir löngu kom ég mér upp allskonar ráðum gegn þessu. T.d. verð ég á hverju kvöldi að leggjast upp í rúm með bók, lesa þangað til ég verð mátulega þreytt, teygja mig í...