Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Hjálp?

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Núnú … Ég keypti mér Canon myndavél fyrir 2 árum og fékk kort og allt með. Ég var samt á báðum áttum með að kaupa hana því pabbi minn á myndavél, líka Canon, með öðruvísi korti og batteríi (hann er professional þannig að hann á almennilega stór kort sem ég hefði getað fengið lánuð). Svo ég sé ekki alveg muninn á veseninu kringum Olympus eða Canon.

Re: Funk/jazz

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Er það? Ég hef eiginlega bara séð kalla í þessu í mínu lúðrasveitaveseni, og eiginlega allir spila á básúnu. Eina konan sem ég þekki í þessu er Lilja sem spilar á franskt horn (yndislega fyndin manneskja :D)

Re: Mig langar að fkn berja þetta fólk!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Skil alveg hvað þú meinar.

Re: Mig langar að fkn berja þetta fólk!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já, það er ekkkert svo sniðugt að vera svona. Þú þyrftir eiginlega bara að þjálfa þig í að hafa stjórn á þér. Vinur minn er svona, nema hann er mjög fljótur að verða pirraður og verður það mjög oft. Ég er alltaf jafn hissa á því hvað hann nær að stjórna þessu vel. Ég hef prófað að pirra hann (bara svona í djóki) og hann liggur við öskrar og sparkar í næsta stól eða eitthvað, eða þá að hann skáldar upp eitthvað fáránlega langt blótsyrði. Svo er hann bara búinn, hættur að vera pirraður :P Það...

Re: Mig langar að fkn berja þetta fólk!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er gaman að heyra að þú passar svona vel upp á hana, þótt hún sé stjúpsystir þín. Það er örugglega mjög erfitt að vera í landi þar sem enginn skilur mann.

Re: Mig langar að fkn berja þetta fólk!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef einhverjum tækist að græta systur mína, eða vinkonur mínar, þá yrði ég reið! Og fólk sér mig ekki oft reiða (gerist einu sinni á ári eða eitthvað). Ef einhver kemur illa fram við mig eða vini mína get ég alveg hellt mér yfir þá. Annars er ég örugglega langt frá því að vera skapstór eins og þú svo ég myndi allavega geta róað mig niður :P

Re: Ljósmyndakeppni - Haust

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já, ég get örugglega fundið eitthvað … Bara eins og veðrið hefur verið síðustu daga er ekki möguleiki á að ná neinum almennilegum myndum :S Bætt við 26. október 2006 - 09:28 Maður verður bara að vona að það sjáist í sólina bráðum ;) (ná mynd af sólarlagi eða eitthvað þannig)

Re: Hjálp?

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Takk. ISO er á auto hjá mér en ég get still alveg niður í 64

Re: Hjálp?

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég gat valið um Canon vél, sem var ekkert svo góð og frekar stór og kubbsleg - eða þessa. Ég talaði við pabba minn, sem er ljósmyndari, og hann sagði að þetta væri gott merki.

Re: Ljósmyndasíðan mín

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef ég hefði tíma gæti ég alveg orðið ágæt í því, ég er viss um það. Ég hef nefnilega ágætt auga fyrir svona myndbyggingu og þannig, þótt ég viti ekkert um hana. Kannski af því pabbi minn er ljósmyndari og ég hef alist upp við það. Systir mín er líka í ljósmyndunaráfanga í skólanum og er að læra á filmumyndavél, meðan ég er með digital. Það er rosalega gaman því við förum stundum út að taka myndir :P Þannig að ég get þetta alveg, bara ef ég væri ekki svona upptekin í skólanum og gæti fengið...

Re: Ljósmyndasíðan mín

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Geðveikar myndir hjá þér! Ég væri alveg til í að geta tekið svona :/

Re: Ljósmyndakeppni - Haust

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Uhm … Er algjört skilyrði að það séu haustmyndir? Það er nefnilega vetur hjá mér :S Og það ekkert svo fallegur vetur til að taka myndir http://hugi.is/jolin/images.php?page=view&contentId=4138255 (Ég veit, frekar léleg mynd, enda frekar leiðinlegt efni og tekið í flýti út um glugga …) Annars er ég hvort sem er ekkert góð að taka myndir, ætlaði bara að taka þátt af því mér finnst gaman að taka myndir (sama þótt þær verði lélegar :P)

Re: Snjór!

í Hátíðir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mér finnst það eiginlega ekkert svo frábært lengur :/ Þurfti að labba slatta úti í gær og varð dofin í tánum af kulda … Svo tókst systur minni að verða “veðurteppt”, semsagt kemst ekki útaf krapi og snjó :S

Re: Það snjóar! =D

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
http://hugi.is/jolin/images.php?page=view&contentId=4138255

Re: Misheppnað ...

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Haltu á símanum þínum yfir borðinu, ef þú sleppir honum fellur hann niður og sú orka sem myndast þegar hann fellur kallast fallorka (myndast reyndar ekki heldur breytist úr stöðuorku í skriðorku)

Re: Misheppnað ...

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hehe, ekkert skrítið :P

Re: Ný plata með Queen?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mbl segja ekki alltaf satt, er það nokkuð? :P Ég er alveg að missa trúna á þessari síðu. Þeir eru með svo mikið af villum þarna …

Re: hálsbólga

í Heilsa fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Fólk ætti að fara að slaka á pensilíninu … Það var gerð svona hálfgerð rannsókn á Egilsstöðum frá því ég var lítil. Læknarnir hættu að gefa lyf við eyrnabólgu og síðan þá hefur eyrnabólga hjá börnum snarminnkað. Maður á að passa sig á lyfjum.

Re: Ný plata með Queen?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þeir koma heldur aldrei fram undir nafninu Queen, heldur kalla sig Queen + Paul Rodgers til að sýna að Paul sé ekki staðgengill Freddies heldur bara þeim til aðstoða

Re: Ný plata með Queen?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Villa: Þeir koma aldrei undir nafninu Queen lengur, bæði af virðingu við Freddie og af því Deacon er ekki sáttur við það. Þetta samband heitir Queen + Paul Rodgers til að sýna fram á það að Paul er ekki að koma í staðin fyrir Freddie heldur bara til að hjálpa hinum. Mér finnst þetta fínt. Þótt einn deyji og annar hætti þurfa hinir ekki að hætta að búa til tónlist saman, fyrst þeir hafa svona gaman að því. Þeir vinna líka svo miklu betur saman heldur en solo …

Re: Funk/jazz

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já, hann er fínn :) Er ég eina sem hef tekið eftir því að flestir svona lúðrasveitakallar spila á básúnu :P

Re: Funk/jazz

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Vá! Ég er alltaf látin spila með yngri krökkum, því það er enginn þverflautuleikari á mínum aldri hérna (Egilsstöðum) :S Hver er kennarinn þinn? Og á hvaða hljóðfæri spilarðu?

Re: Funk/jazz

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Æh, óheppinn :( Þetta var ekkert smá gaman! Hefurðu verið í LÆ áður?

Re: Þín verstu jól ?

í Hátíðir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Heppin. Mig hefur alltaf langað að þekkja fólk frá mörgum löndum … Reyndar eru Norðmenn í ættinni minni :D

Re: Feministar

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mig langar í svona :D Þetta er list.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok