Ég er svo fúl út í sjálfa mig! Ég er svo svekkt yfir því að hafa ekki getað betur. Þetta var misheppnað frá upphafi.

Ok, þetta eru ekki eins mikil vandamál og margir aðrir. Ég er ekki að tapa einhverju miklu eða missa eitthvað mikilvægt, nema kannski sæmdina. Stendur ekki í hávamálum að sæmdin sé það sem lifir eftir að maður deyr?

Allavega, það sem þessi þráður snýst um er að ég er að taka þátt í smá keppni í skólanum. Hún gengur út á það að við erum í þriggja manna hópum að gera bíla sem ganga fyrir fallorku og sá vinnur sem kemst lengst, en keppnin er á morgun.

Ég og 2 vinir mínir erum í einum hóp, en 2 vinir mínir eru í öðrum hóp og ég veit að þau komast lengra en við. Ég reyndi þess vegna að bæta bílinn núna rétt fyrir keppni með því að bæta við gírum en þá fór of mikil orka í gírana og ég næ ekki að yfirvinna núninginn á öxlinum. Þess vegna kemst bíllinn minn núna bara metra eða eitthvað meðan vinir mínir komast fimm metra.

Svo ég þarf að eyða öllum deginum í það að breyta bílnum til baka og játa mig sigraða.

Ég er svo svekkt yfir því að hafa ekki fattað þetta fyrr því þá hefðum við getað látið þetta virka.

Öll vinnan í gær var bara sóun, ekkert annað. Allt sem ég hafði fyrir að gera var til einskis …


Svo þið haldið að ég sé ekki einhver algjör hálfviti að líða svona illa útaf einhverri keppni ætla ég bara að taka fram að það eru peningaverðlaun upp á 12.000 kall á mann, svo það er góð ástæða fyrir að leggja sig allan fram í þetta. Fyrir utan það að fá að vinna hina, sem er ágæt tilfinning því þetta er eina sem ég hef haft möguleika á að vinna í (ég er ekki mikil keppnismanneskja).


Bara ef ég hefði meiri tíma …