Andvaka, hafa ekki flestir lent í því að verða andvaka, reyna allt sem þeir geta til að sofna en geta ekki hreinsað hugann? og jafnvel þó maður sé dauðþreittur líkamlega getur maður verið glaðvakandi andlega, getur ekki sofna því það er of margt sem þarf að hugsa út, hafiði ekki öll lent í því?

Allavega þá var ég gjörsamlega andvaka síðustu nótt, gat rétt náð að sofna 10 minúturnar milli þess sem klukkan í símanum hringdi um morgunninn.. Eftir svona svefnlausa nótt var ekki séns að ég drattlaðist á fætur til að fara í skólann, gat það ekki svo ég hringdi mig veika, stundum er manni bara ekki ætlað að mæta í skólann.. Ég gat svo ekki sofnað fyrr en um 10 eða 11 leitið í morgun, svaf sífellt vaknandi 4-5 tíma en svo varð ég að drattlast á fætur.

Venjulega hefði ég farið á netið eða skroppið í göngutúr, reynt að hreynsa hugann en pabbi áhvað um daginn að harð banna mér að vera á netinu eða úti eftir miðnætti ef það er skóli daginn eftir, en hann skilur bara ekki að stundum er það eina leiðin til að geta sofnað, pirrandi.

Ástæður þess að maður er andvaka geta verið mismunandi, stress, kvíði, downköst, ótti, pirringur, óöryggi, fortíðin að plaga mann og oft veit maður ekki einusinni afhverju, maður getur bara ekki sofið.

Hjá mér er það bara allt í bland og plz ekki taka þessu sem leit að vorkun, þetta er bara lítil óróleg og eirðarlaus stelpa að tjá sig, að vita hvort það lagi eitthvað að tala um hlutina. Ég er að reyna að redda hlutunum eitthvað en veit samt varla hvar ég stend lengur og það sem verra er að ég veit að eftir 2 mánuði verður það pottþétt ekki hér! Síðastliðin 2 ár hef ég verið rólegri heldur en oft áður, var farin að geta verið pínu kærulaus og lifað fyrir hvern dag fyrir sig. Ég var farin að treysta svoldið á það heimili sem ég hef hér, en svo fékk ég að vita það fyrir um mánuði að veröld mín eins og ég þekki hana gæti allt eins hrunið þá og þegar, þetta hræðir mig talsvert :(

En þar sem ég er alltaf að fatta það betur og betur að ég þoli ekki lengur að lifa í svona óvissu, ég gat það áður en ég get það ekki lengur, svo segir fólk að það sem drepi mann ekki styrkji mann, það er því miður ekki alltaf satt. Ef allt það sem ég treysti á hér getur bara sagt bless og skilið mig eftir eina á götunni aftur, þá er það einum of.. Þess vegna tók ég áhvörðun um að vera fyrri til, hvort sem allt fer til fjandans her eða ekki þá ætla ég að vera komin einhvert annað áður, koma undir mig fótunum og hefja nýtt líf, heimska ef til vill og kæruleysi að ana svona út í óvissuna en ég þoli bara ekki við, ég ætla að hefja nýtt líf einu sinni en og vona að það endist lengur en síðustu tilraunir mínar til þess sama, nýr staður, nýtt umhverfi og nýtt fólk!

Vissulega yfirgef ég samt ekki þá sem ég raunverulega get treyst á, vini mína sem hafa alltaf verið til staðar fyrir mig, þó ég ætli að hefja nýtt líf mun ætíð vera pláss í því fyrir alla þá sem vilja. En óttinn situr í mér, mun þetta ganga upp? Eða er ég bara að fara úr öskunni í eldinn? Er þetta rétt áhvörðun? Það verður allt að koma í ljós, hver veit kannski get ég sofin núna í nótt eftir að hafa komið þessu frá mér, samt hver veit?

Þó þetta segi ykkur í raun allt, þá segir þetta ykkur samt ekki neitt, en það er bara minn frásagnar stíll..

Bætt við 23. október 2006 - 19:40
og já til þeirra sem þekkja mig í real live ekki nafngreina takk, mér er mjög ant um nafnleyndina mína ;)
What is home again?