Ég er reyndar ekki mikið inni í þessu máli, en mín skoðun er að ef 18 ára einstaklingar eru nógu þroskaðir til að ráða yfir sér, kaupa tóbak og giftast, þá ættu þeir að vera nógu þroskaðir til að drekka. Ég drekk ekki svo þetta skiptir mig persónulega engu máli, en mér hefur samt alltaf fundist þetta undarlegt ósamræmi. Af hverju ætti ég að mega giftast en ekki drekka kampavín í brúðkaupsveislunni?