Sælt veri fólkið

Til að byrja með langar mig að taka fram að ég veit alveg minnst um stjórnmál og pólitík almennt, þannig ef að ykkur finnst svarið við spurningunni minni þvílíkt “augljóst” eða eitthvað endilega svarið henni þá frekar en að benda mér á hvað þetta er vitlaus spurning.

Allavegana, ég er að að fara í sögupróf og ég var að lesa mér til um hinar mismunandi stjórnmálahreyfingar sem spruttu upp á fyrri hluta 20. aldarinnar. Ein af spurningunum sem að ég átti að svara var hvar spænski herforinginn Franco stóð í stjórnmálum. Ég fór auðvitað að leita í bókinni minni og fann ekkert um það nema að hann hefði barist á móti lýðveldissinnum og eftir því sem ég forvitnaðist meira og fór að leita meira (fór t.d. á Wikipedia) þeim mun meira ruglandi var þetta.

Það sem mig langaði að vita er hvaða stjórnmálahreyfingar standa “hvorum megin”, það er hægri sinnaðir eða vinstri sinnaðir (eða miðsvæðis ef við á).

Ég vil taka það fram að ég er ekki að spyrja um stjórnmálaflokka eins og Sjálfstæðisflokkinn, heldur stjórnmálahreyfingar, t.d. sósíalisma, kommúnisma, fasisma, nasisma o.s.fr.

Takk fyrir að lesa
Skiptir það máli?