Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: 'You raise me up' - Josh Groban.. Stolið?

í Tilveran fyrir 18 árum
Ég hef heyrt mikið um þessa umræðu en það er eitt sem vantar þar - Viðlagið í You Raise Me Up er fáránlega líkt gömlu írsku þjóðlagi, Londonderry Air (einnig þekkt sem Danny Boy). Fyrstu tveir frasarnir í viðlaginu eru nánast upp á nótu eins, bara ein nóta í fyrri frasanum og tvær í seinni sem eru öðruvísi.

Re: pirruð..fólk hætt að hugsa núna skohh...

í Tilveran fyrir 18 árum
Vá … Ég er að fá eitthvað kringum 350 þús fyrir sama tíma :O Ég er fegin að hafa reddað mér góðri vinnu :) Reyndar er það þannig hjá mér að peningarnir hverfa strax í leigu (heimavist) og mötuneyti svo ég er ekki að græða neinn mikinn vasapening :/

Re: Grúv

í Gullöldin fyrir 18 árum
1. Pétur Ben 2. Dikta 3. Pink Floyd (jabb, datt niður á listanum síðustu vikurnar) Afgangurinn er bara öll snilldar lögin sem ég hef verið að hlusta á í Popplandinu og svo bara iPodinn minn í heild. Get ekki nefnt ákveðnar hljómsveitir/tónlistamenn.

Re: The Wall tónleikar

í Gullöldin fyrir 18 árum
Ég er ennþá mjög svekkt yfir því að þessir tónleikar, jea (jazzhátíð á Egs.) og Humarhátíð á Höfn hafi verið sömu helgina :/ Þurfti að velja og valdi Humarhátíð einfaldlega af því það tók mig aðeins 5 mín. að labba á hana, en fleiri klukkutíma að keyra á hitt … Þoli ekki svona :(

Re: !"##$&$//#$"#$!"!

í Tilveran fyrir 18 árum
Regla nr. 4: Vertu súper-kurteis við bitru, ókurteisu viðskiptavinina. Þeir sem koma bara til að nöldra þola ekki þegar maður er kurteis :P

Re: !"##$&$//#$"#$!"!

í Tilveran fyrir 18 árum
Ég var að vinna með þýskri stelpu í sjoppu og hún talar íslensku við viðskiptavini. Hinsvegar kann hún ekki nóg til að halda uppi samræðum bara á íslensku, en mér fannst flott hjá henni að læra allt sem þurfti til að afgreiða :P Mér finnst reyndar merkilegt að það hafi verið svona mikið af útlendingum í svona vinnu. Ég hef lengi verið í afgreiðslu og bara einu sinni að vinna með útlendingi.

Re: pirruð..fólk hætt að hugsa núna skohh...

í Tilveran fyrir 18 árum
Er maður ekki að fá lítið fyrir sumarið þar? Systir mín var 3 sumur í þessu en allavega eitt þeirra var hún líka í annarri vinnu.

Re: Umræða?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég hef mjög takmarkaðan tíma í sumar vegna vinnu svo ég er ekki mikið að fara á tónleika, en vegna þess að vinnan mín er tilvalin fyrir iPod-hlustun hef ég kynnt mér nýja tónlist þannig. Ég hef reyndar mest verið í nýrri íslenskri tónlist þar sem ég er mjög mikið undir áhrifum popplandsins (sem ég hlusta mjög oft á). Hef hlustað mikið á Pétur Ben og Dikta síðustu daga og mæli með því. Svo heyrði ég í gær eða fyrradag lagið Songs From The Wood með Jethro Tull (í popplandinu) og er alveg að...

Re: pirruð..fólk hætt að hugsa núna skohh...

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hvar ertu að vinna? Mér fannst 680 lítið þegar ég var 15 ára …

Re: pirruð..fólk hætt að hugsa núna skohh...

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þegar ég var að passa fékk ég ekkert ákveðið á tímann því við (ég og mamman) vissum ekkert hvað það ætti að vera. Fyrst fékk ég alltaf bara einhvern smá pening og svo man ég ekki eftir að hafa rukkað fyrir seinni skiptin. Hef alltaf bara passað hjá vinafólki svo þetta hafa oft verið bara smá greiðar :)

Re: second thoughts og...

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Gamla vistin er samt dýrari en vistin í ME, sem er mikið betri. Það finnst mér skrítið …

Re: !"##$&$//#$"#$!"!

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þarftu sjálf(ur) að kaupa sokka og skó sem passa? Það á nefnilega ekki að þurfa. Í þjónustustörfum á fyrirtækið að sjá um allan fatnað og það getur ekki krafist þess að starfsmenn mæti í einhverju sérstöku nema það sé frá fyrirtækinu. Trúðu mér, ég las þetta í kjarasamningunum fyrir þjónustustörf (okkur var gefið eintak af þeim í vinnu sem ég var í, ansi áhugaverð lesning (þ.e. sá hluti sem ég las)).

Re: !"##$&$//#$"#$!"!

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég vinn við að raða skítugum og ógeðslegum humri í öskjur og verkstjórinn minn er heimsk frekja :/ Við eigum svo bágt …

Re: second thoughts og...

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Er gamla vistin virkilega svona dýr? Ég hef heyrt ýmislegt slæmt um hana og hún hljómar verri en mín vist (í ME). Við erum með klósett og sturtu inni á herbergjum og það kostar 9.000 á mánuði.

Re: second thoughts og...

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Enginn vinur sem er nógu góður til að þú getir búið hjá? Ég skil þig mjög vel að vilja ekki fara frá þeim … Það er eiginlega fáránlegt hvað námsmenn eiga erfitt með peningamál í dag. Þetta á víst að vera eitt af ríkustu löndum heims en samt fara peningarnir ekki til ungs fólks :/

Re: flickr

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 1 mánuði
Flottar myndir. Sammála með blómið :) Mín flickr síða er líka í undirskriftinni, mátt alveg kíkja :)

Re: Tákn

í Tungumál fyrir 18 árum, 1 mánuði
Táknmál er miklu flóknara. Tákn með tali er, augljóslega, notað með tali og mikið einfaldara. Það er meira notað fyrir fatlaða sem geta ekki tjáð sig eins vel með talmáli. Ég held það allavega (er enginn sérfræðingur í þessu). Þú getur örugglega fundið eitthvað um tákn með tali á www.tmt.is

Re: Sagan Öll

í Tungumál fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég gerði þráð um þetta fyrir löngu, þegar fyrsta tímaritið kom út.

Re: Byrjar !!

í Skóli fyrir 18 árum, 1 mánuði
Oooo … Ég hlakka svo til! :D

Re: second thoughts og...

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Leiga úti á landi er mikið ódýrari. Og heimavistir ennþá ódýrari. T.d. er ég að borga 9.000 kr. á mánuði :)

Re: second thoughts og...

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég verð að segja að mér finnst auðveldara að vera á heimavist með 9.000 kr. á mánuði í leigu og búa í skólanum :P Ég myndi ekki meika það að vera eins og þú, reyna að vera í skóla og borga leigu … Er engin önnur leið?

Re: Yfirvinna!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það er samt ekki allsstaðar. Fer eftir starfi.

Re: Yfirvinna!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Fer eftir því í hvaða vinnu. Það stendur í kjarasamningunum.

Re: aaa 8)

í Skóli fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég hlakka líka til að fara í skólann :)

Re: hvaða skóli

í Skóli fyrir 18 árum, 1 mánuði
Fer eftir því hvort þú vilt vera í áfangakerfi eða bekkjarkerfi. MR er örugglega með bestu náttúrufræðibrautina en það er bekkjarkerfi. Ég veit ekki hvaða áfangakerfisskóli er bestur, þar er hvort sem er hægt að skipuleggja svo mikið sjálfur að það verður aldrei eins.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok