Ég hef heyrt mikið um þessa umræðu en það er eitt sem vantar þar - Viðlagið í You Raise Me Up er fáránlega líkt gömlu írsku þjóðlagi, Londonderry Air (einnig þekkt sem Danny Boy). Fyrstu tveir frasarnir í viðlaginu eru nánast upp á nótu eins, bara ein nóta í fyrri frasanum og tvær í seinni sem eru öðruvísi.