Eins og Ragnar benti nú á í korki í sínum í gær er þetta áhugamál frekar dautt núna yfir sumarið. Þess vegna er tilvalið að koma af stað einum umræðukorki.
Jæja, hvað hafið þið svo verið að hlusta á í sumar? Búin að uppgötva einhvern/ja nýjan tónlistarmann/hljómsveit? Nei, ekki ég en núna í mánuðnum hef verið ég að grafa dýpra í Bob Dylan og Bruce Springsteen og þá á báðum tilfellum fyrrir part ferils þeirra, óótrúlega gott dót og allir ættu að kíkja á þetta.

Ég fékk mér ‘Da Capo’ með Love um daginn. Ég var mjög smeykur um að verða fyrir vonbrigðum og að þetta væri langt frá jafn gott og meistaraverkið þeirra ‘Forever Changes’. Núna er ég búinn að hlusta á hann allan vandlega þrisvar sinnum og hann er alls ekki svo galinn, en alls ekki jafn skemmtilegur og grípandi og Forever Changes.

En á að kíkja á einhverja tónleika í sumar? Annaðhvort hérlendis eða erlendis, ég fer örugglega bara á Tull í september.

It’s only Rock ‘n’ roll með Stones er allveg stórskemmtilegur og allir ættu að kynna sér ‘The Kinks are the Village Green Preservation Society’ með Kinks og svo auðvitað Dylan og Springsteen.