Það eru ýmsir búnir að því, oft og mörgum sinnum. Málið er að yfirmaðurinn er ekkert frábær sjálf … Hún á að vera að raða fólki í rétt störf svo þetta gangi allt en eina sem hún gerir er að skipta sér að því hver situr/stendur hvar. Þess vegna verður alltaf stífla einhversstaðar í ferlinu. Humarinn fer semsagt gegnum mörg störf (flokka, raða, slíta o.s.frv.). Svo vantar einhvern í síðustu störfin, það safnast upp og færibandið bilar. Ekkert skrítið þótt fólk komist upp með svona vitleysu.