Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Stelpur og blóm.. help ?

í Rómantík fyrir 18 árum
Rósir eru svo miklar klisjur. Kannski er einhver sem fílar þær, en ekki ég allavega. Farðu bara í blómabúð og spurðu hvað er til :)

Re: Hundurinn át bláa ópalið mitt :@

í Tilveran fyrir 18 árum
Kommon! Konur á jeppa? Eru konur yfirleitt bara ekki hæfar til að keyra jeppa? Ég hef séð fleiri karla á jeppa sem eru ekki hæfir til þess en konur, enda þrjóskast þeir frekar við og vilja endilega vera kúl á stórum bíl.

Re: second thoughts og...

í Tilveran fyrir 18 árum
Það er málið. Sumir fara einföldu leiðina og eiga allt og mikið af pening, sumir (sérstaklega margir úti á landi) neyðast til að fara á heimavist eða leigja til að geta farið í það nám sem þarf. Þú ert heppinn …

Re: Hvað eru kalóríur?

í Heilsa fyrir 18 árum
Kcal eru kílókaloríur en KJ eru kílójoules (kílósjúl).

Re: Útvarp

í Tilveran fyrir 18 árum
Hef lent of oft í þessu síðustu daga. Sumir kynna samt allt, hvort sem það er fyrir eða eftir lagið. En svo virðast margir gleyma því.

Re: Alíslenskt nöldur ( Sjóðheitt )

í Tilveran fyrir 18 árum
Það er styrkurinn sem ég var að tala um. Þetta er allavega kallað styrkur (man ekki hvað það er á dönsku, lærði þetta í DAN 203)

Re: Vinnunöldur

í Tilveran fyrir 18 árum
Það eru reyndar til svona hálfgerðir kollar, það er samt ekki nóg. En svo er líka bara hollt fyrir þessa krakka að standa aðeins upp. Ef þau sitja eru þau svo löt að þau nenna ekki einu sinni að teygja sig í humarinn, sitja bara og bíða eftir að einhver ýti honum til þeirra …

Re: Kjálkinn í fokki..

í Heilsa fyrir 18 árum
Það er allavega gott :)

Re: Alíslenskt nöldur ( Sjóðheitt )

í Tilveran fyrir 18 árum
Já, en ef maður er í skóla fær maður ekki mikinn pening, sama þótt maður sé með há laun. Og ekki bætir það að ríkið er ákaflega nískt á styrki, sem eru í öllum ódýru löndunum.

Re: Alíslenskt nöldur ( Sjóðheitt )

í Tilveran fyrir 18 árum
Mér finnst fáránlegt að 18 ára unglingar þurfi að taka lán um leið og þeir geta … Maður ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af svona þegar maður er ungur! Það hlýtur að vera gott að búa í Danmörku, þar fær maður styrk fyrir það eitt að vera í skóla. (Held reyndar að það sé í Svíþjóð og Noregi líka) Ríkið ætti að taka þá sér til fyrirmyndar :)

Re: Kjálkinn í fokki..

í Heilsa fyrir 18 árum
Passaðu bara að opna ekki munninn óþarflega mikið. Það ætti þá að lagast eitthvað meðan þú bíður. Svo bara éta verkjatöflur ef þetta er slæmt ;)

Re: Vinnunöldur

í Tilveran fyrir 18 árum
Ég held að þetta með stólana sé líka útaf plássleysi. Við vinnum mikið við að raða humri við borð, þurfum oft að hafa 4 körfur við hvert borð til að henda rusli. Það er lítið pláss eftir fyrir mikið af stólum. Þess vegna er það regla að það eiga bara að vera 2 stólar við hvert borð (4-manna borð)

Re: Vinnunöldur

í Tilveran fyrir 18 árum
Það eru ýmsir búnir að því, oft og mörgum sinnum. Málið er að yfirmaðurinn er ekkert frábær sjálf … Hún á að vera að raða fólki í rétt störf svo þetta gangi allt en eina sem hún gerir er að skipta sér að því hver situr/stendur hvar. Þess vegna verður alltaf stífla einhversstaðar í ferlinu. Humarinn fer semsagt gegnum mörg störf (flokka, raða, slíta o.s.frv.). Svo vantar einhvern í síðustu störfin, það safnast upp og færibandið bilar. Ekkert skrítið þótt fólk komist upp með svona vitleysu.

Re: FÉL 103 & ÍSL 212 - HJÁLP!

í Skóli fyrir 18 árum
www.fva.is/harpa Allt sem þú þarft fyrir íslensku :)

Re: -_-

í Tilveran fyrir 18 árum
Knús?

Re: Alíslenskt nöldur ( Sjóðheitt )

í Tilveran fyrir 18 árum
Sammála með það. Það er ósanngjarnt að bjóða upp á besta námið bara fyrir þá sem eru búsettir nálægt og þá sem eiga peninga. Alveg eins og með tónlistaskóla FÍH, besti tónlistaskólinn á landinu en hann er rándýr fyrir þá sem eru ekki með lögheimili í Rvk. Nám á að vera í boði fyrir alla, og kosta jafn mikið fyrir alla. Það væri sniðugt að hafa eina eða fleiri heimavistir í Reykjavík. Ekki eitthvað sem fylgir ákveðnum skóla heldur einkarekið.

Re: Alíslenskt nöldur ( Sjóðheitt )

í Tilveran fyrir 18 árum
Það eru kannski há laun þegar maður hefur menntað sig. En námsmenn fá lítið í laun þegar þeir eru í erfiðu námi.

Re: Alíslenskt nöldur ( Sjóðheitt )

í Tilveran fyrir 18 árum
Ég er svo sammála þér með þetta síðasta. Það er fáránlegt að bjóða upp á eitthvað nám í Reykjavík en bjóða hvergi upp á húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir námsmenn. Hvaða framhaldsskólanemi á nógan pening fyrir leigu í Reykjavík? Svo er sami dreifbýlisstyrkur fyrir þig og mig, sem er að borga 9 þús. á mánuði til að komast í nám sem ég gæti farið í heima hjá mér. Það er fáránlegt. Þú ættir að fá mikið hærri styrk en ég. Plús það að ríkið ætti að nota eitthvað af þessum peningum sem þeir taka...

Re: second thoughts og...

í Tilveran fyrir 18 árum
Ertu í framhaldsskóla? Þarftu að borga leigu? Það eru þessir námsmenn sem ég er að tala um.

Re: Kjálkinn í fokki..

í Heilsa fyrir 18 árum
Vinkona mín (sem fór til kjálkasérfræðings) hefur verið í vandræðum af því hún er með skakkt bit og hún spilar á saxófón. Samt örugglega aðallega útaf skakka bitinu en hitt bætir ekki. Hún passaði sig í einhvern tíma og þá lagaðist þetta. Þú ættir bara að fara til sérfræðings og sjá svo til hvort þetta lagist ekki.

Re: Júlí..

í Heilsa fyrir 18 árum
Hálftíma göngutúr á víst að vera “hin fullkomna hreyfing” ef maður er ekki að reyna að æfa eitthvað sérstakt.

Re: Kjálkinn í fokki..

í Heilsa fyrir 18 árum
Ég hef ekki lent í þessu en á tvær vinkonur sem hafa verið í vandræðum með kjálkann. Önnur fór til kjálkasérfræðings og fékk einhver ráð þar. Spilarðu að blásturshljóðfæri? Tyggurðu oft tyggjó eða ertu með skakkt bit?

Re: Ofnæmi

í Heilsa fyrir 18 árum
Af því þetta er ofnæmisþráður (og af því ég veit ekkert um ofnæmislyf :P) langar mig að spyrja að einu … Hefurðu farið í ofnæmispróf og er það eitthvað flókið? Ég er með ofnæmi sem er svo vægt að ég hef ekki einu sinni nennt að pæla í lyfjum. Má bara ekki sofa með dúnsæng eða eyða of löngum tíma í koddadeildinni í Rúmfatalagernum og þá er ég í góðum málum :)

Re: eyrað á mér

í Heilsa fyrir 18 árum
Ertu með kvef eða hálsbólgu? Ég fæ nefnilega oft vatn í eyrun þegar ég verð veik (alveg innst inni, hef orðið nánast heyrnarlaus einu sinni). Það fer á nokkrum dögum.

Re: Blóðnasir

í Heilsa fyrir 18 árum
Ef þetta eru sár þá skaltu, hversu ógeðslegt sem það hljómar, bera krem í nefið á þér. Varasalvar, vaselín og AD krem eru mjög góð (allt sem er eiginlega bara fita). Ég hef heyrt að penzim sé líka græðandi. Þú ert líklega bara með sár sem gróa illa.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok