Ég komst að því nýlega að maður í vinnunni minni talar frönsku. Ég veit ekki hvaðan hann er, en allavega ekki frá Frakklandi. Það eru alveg ótrúlega mörg lönd þar sem franska er töluð, eins og reyndar spænska. Enda var heiminum nánast skipt í enskar, franskar og spænskar nýlendur einu sinni :) Ég veit samt einn kost í viðbót, sem á við um spænsku, portúgölsku, ítölsku og latínu líka. Ef maður kann eitt af þessum tungumálum getur maður skilið ótrúlega mikið í hinum.