Ja, ég get ekki alveg verið viss hvað gerðist hjá þér nema ég viti hvernig þú gerðir þetta. Hvar settir þú Ubuntu upp t.d., settir þú það á sama disk og Windows? Að setja linux á sama disk og Windows er bara ekki það frábær hugmynd þú skilur, þú getur alveg skipt disknum í sneiðar, þ.e. eina fyrir windows og nokkrar fyrir linux en vandamálið kemur að því að windows hefur sér bootloader og linux einnig.