Þessi spurning hefur örugglega poppað upp í huga ykkar mörgum sinnum! Og ég held áfram að spyrja: Veit einhver um þá?

Það koma örugglega svona tímabil hjá öllum, líka hjá strákum en í þessu tilviki ætla ég bara að ræða um okkur stelpurnar. En já stundum koma svona tímabil að við verðum þreyttar á að vera einar. Og því getur margt farið í taugarnar á okkur. Nokkur dæmi: Maður fær nóg á að vera á lausu, karlmennirnir sem maður hittir á djamminu virka allir eins, maður fær nóg af misheppnuðum samböndum sem maður hefur upplifað í gegnum tíðina o.fl.

Hvað gerir maður svo til að finna góðan strák, strák sem hvorki heldur fram hjá manni né hagar sér eins og fífl. Strák sem vill sömu fótfestu og þú en ekki eitthvað one night stand eða “tvær í takinu, eða fleiri”.

Já, hvar hittir maður þá? Það er stóra spurningin. Ef maður fer á djammið að þá er vísast að fólkið þar sé í leit eftir einnar nætur gamani, strákar sem eru ekkert til í að binda sig við eina stelpu og bara margt fleira. Ég hef allavega ekki séð neinn tilgang með að fara bæinn neitt upp á síðkastið. Maður er eiginlega bara stressaður ef maður hittir svo einhvern gaur því yfirleitt hafa þeir verið að leita á mann eða verið eitthvað að gefa í skyn skyndikinni. Nýjasta nýtt sem maður hefur heyrt er að gaurar fari á djammið með það í huga að fá eins oft á broddinn. Heyrði ég þetta frá kunningja. Þeir fara snemma í bæinn, velja eina vel fulla og fara með hana heim, fá drátt og skila henni svo í bæinn og leita af annarri gellu og fara með henni heim og endurtaka þetta svona 3-4 sinnum á kveldi. Mér bara blöskrar og manni stendur ekkert á sama ef gaurar eru orðnir svona rosalegir.

Æi, ég er bara orðlaus. Langar bara að vita hvað þið eruð að hugsa. Veit samt alveg að maður verður að fara út meðal fólks til að hitta stráka. Djammið virðist samt alltaf vera eina lausnin. Er eitthvað annað sem kemur til greina annað en stefnumótasíður?
I´m crazy in the coconut!!! (",)