Er ekki nóg að áhugamálið Vélbúnaður sé stútfullur af þessum BT kvörtunum, nei það þarf að fylla þetta áhugamál líka af þessu! Ég hef aldrei lent í vandræðum með bt, ég hef keypt móðurborð, dvd-drif, dvd-afspilunarkort, þrívíddarkort og fullt af leikjum og skrifanlegum diskum þaðan. Hins vegar datt mér aldrei í hug að kaupa heila tölvu frá þeim, ég sá í gegnum tilboðin hjá þeim um leið, þvílíkt góð tölva og síðan 16mb í minni! En fólk virðist alltaf vera að brenna sig á þessu.