Ég er orðinn þreyttur á þessari ótrúlegu hlutdrægni í garð McLaren liðsins! Morgunblaðið, Dagblaðið og jafnvel þessir svokölluðu íþróttalýsar hjá Ríkisimbanum eru endanlega að fara með allt sem kallast hlutlægni í fréttamennsku. Þetta er að verða hreint óþolandi og bið alla að taka eftir greinum í blöðunum á mánudaginn og þriðjudaginn. Fyrirsagnirnar verða eitthvað á þessa leið:
,, Ótrúleg óheppni Finnans fljúgandi varð til þess að Michael Schumacher vann Spánarkappaksturinn ". Sanngjarnt? Vissulega! En man einhver eftir þegar Schumacher hafði yfirburðar forustu í Monaco kappakstrinum en bilaði svo bíllinn hans í síðustu hringjunum? Þannig atvik Hakkinen er ekkert einsdæmi og sýnir þetta bara að McLaren bíllinn er greinilega ekki betri en þetta!