Einhvern tíman í den þegar BT var ennþá með síðu á textavarpinu og 200mhz tölvur voru öflugar! Þá keypti ég Diablo því að ég var mikill Blizzard fan þá, átti warcraft 2 og spilaði Blackthorne af mikilli innlifun osfrv. Alla vegana… ég drullaðist til að sigra hann með warrior fyrst og nokkrum mánuðum seinna með Rogue. Síðan fór diskurinn upp í hillu og safnaði ryki í þrjú ár…

Síðan kom Diablo 2 út og ég ætlaði mér sko að kaupa hann en ég ætlaði að vera sniðugur því allir vinir mínir voru búnir að kaupa hann líka og gæti bara örugglega fengið hann skrifaðan eða eitthvað… Ég man ekki alveg hvað gerðist en ég fékk hann aldrei skrifaðan og gleymdi því bara og spilaði Jazz Jackrabbit 2 í staðinn(Ekki neitt skítkast yfir JJ2, hann er góður).

Síðan fyrir seinustu helgi átti ég mér extra lítið líf og ætlaði því bara að chilla í einhverjum góðum leik, en halló halló! Ég átti engan leik að spila… Ég leitaði upp í hillu(desperatly) og gróf upp Diablo(1)… Ég skellti honum bara í og ákvað að sigra hann með sorcerer, komst upp á 18 level og nennti síðan ekki lengra… ég kunni bara helvítis leikinn utanaf!

Þannig að ég hringdi í vin minn og vældi eitthvað í honum hvað ég væri vesæll að eiga enga nýja leiki osfrv. þannig að hann bauð mér að fá lánaðan Diablo 2. Ég installaði honum í minimal installation því að 4.3gb harði diskurinn minn gæti brætt úr sér eða verra. Og síðan byrjaði ég með paladin character(Nú eru örugglega einhverjir veteran Diablo 2 spilarar að hlæja að mér)… Ég dúndraði honum upp í 9 level á engum tíma og leið rosalega vel með sjálfan mig og bara happy. En þá hringir vinur minn í mig og spyr hvernig mér gangi, ég segi honum frá ofur paladin characterinum mínum, og þá segir hann mér að paladin sé eiginlega svona Battle net only character, svona helst… (Djöfulsins)

Þannig að ég byrja aftur og nú með Necromancer, sem er by the way örugglega svalasti characterinn í Diablo 2 að mínu mati. Ég kem honum smátt og smátt á hærra level og fæ rosalega mikið kick út út því að hafa svona skeletons undir mér og golem og svona… Hleyp í gengum monastery og drep allt í vegi mínum… slátra Andariel(í 5 tilraunum) og fæ eitthvað cheap-ass dót af henni sem ég var alls ekki ánægður með… Og núna var ég að save-a(vista fyrir macintosh aula) eftir að hafa komist í act 2… jibbí… Necromancerinn á 15 level og helvíti öflugur…

Þá kem ég að aðal efninu… Diablo er Kick ass leikur, ég sé eftir því að hafa ekki byrjað fyrr að spila hann fyrr(Helvítis Jass Jackrabbit!)… Og auðvitað er hægt að draga lærdóm af þessu eins og öllu… Ekki að bíða með eitthvað til morguns sem þú getur gert í dag(ég átti að kaupa Diablo 2)…. Og það var allt og sumt…

- Kiddó

(Vá skrifaði ég þetta allt!?!)