Ég hef oft fengið svona sykurfall eins og þú ert að lýsa, máttleysi, skjálfti, sortnar fyrir augum og loks yfirlið. Það skiptir gríðarlega miklu máli að borða góðan morgunmat og ekki bara eitthvað sætt, heldur eitthvað sem veitir jafna og góða orku í langan tíma. T.d. er hafragrautur í uppáhaldi hjá mér, cheerios er líka gott. En svona til vara þá er ég alltaf með eitthvað rosalega sætt eins og súkkulaði á mér sem ég get borðað ef ég finn að ég er að fá sykurfall og er ekki heima hjá mér eða...