Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

creampuff
creampuff Notandi síðan fyrir 13 árum, 7 mánuðum 38 ára kvenmaður
322 stig

Suspension (34 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 1 mánuði
Hvað er suspension? Suspension er sú athöfn að hífa líkamann upp á krókum sem eru kræktir í gegnum húðina á mismunandi stöðum líkamans. Sagan Í tímans rás hefur suspension verið gert í andlegum tilgangi, sem hegning við glæp/um, í trúarlegum athöfnum, til þess að komast í einskonar trans og sjá sýnir, til þess að marka inngang unglings í heim hinna fullorðnu, til þess að reyna á þolmörk líkamans og sálarinnar. Suspension hefur tíðkast bæði hjá ýmsum indíána ættbálkum og hindúum. Athöfn sem...

Verndarhúðflúr eða Sak Yant í Suðaustur-Asíu (12 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Í Suðaustur-Asíu er rík hefð fyrir húðflúrum eins og á svo mörgum öðrum stöðum. Þau eru þó ekki gerð í fegurðarskyni eins og hér á Vesturlöndunum, heldur hafa þau sterka trúarlega og andlega þýðingu fyrir þann sem ber þau. Talið er að hefðin fyrir þessari gerð húðflúra, sem kallast sak yant, hafi byrjað á 9. öld. Sak yant eru venjulega helgur texti, geometrísk form, mynd af dýri (t.d. tígrisdýri) eða blanda af þessu þrennu og eru mjög vinsæl meðal hermanna í t.d. Kambódíu. Þeir trúa því að...

Nýr stjórnandi... moi (16 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Halló allir, Ég er orðin stjórnandi á þessu áhugamáli ásamt myhateisyourpain og kyssuberi. Ég rakst á þetta áhugamál fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan og hef kíkt hingað nánast daglega síðan. Ég hef haft áhuga á húðflúrum og götum síðan ég var 16 ára og fékk mér fyrst gat í nefið. Núna er ég með sex húðflúr, stór og lítil eftir fimm listamenn, og fimm göt. Ég hef brennandi áhuga á félagslegri og listrænni hlið húðflúra og hef skrifað hér tvær greinar sem koma inn á félagslegu hliðina. Það sem...

Backpiece (35 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Jæja, þá er ég búin að fara í fyrsta session hjá honum JP. Ég pantaði tímann í febrúar og hugsaði mér þá að fá mér húðflúr til minningar um pabba minn sem dó í febrúar í fyrra. Hef séð marga fá sér fæðingardag og dánardag til að minnast látinna ástvina, en mig langaði í eitthvað sem minnti mig á hann sjálfan sem manneskju en ekki eitthvað til minningar um dauða hans. Pabbi minn var töluvert á sjó áður en ég fæddist og svo var hann líka mikill hestamaður. Ég fann einhvern tíma þetta málverk...

Rússnesk fangahúðflúr vol. 2 (24 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Ég sendi inn grein fyrir nokkru um rússnesk fangahúðflúr http://www.hugi.is/hudflur/articles.php?page=view&contentId=4901124 hér kemur svo framhald. Eins og ég sagði í fyrri greininni þá var fjöldi fanga gríðarlegur á tímum Leníns í Sovétríkjunum. Eftir uppþot og borgarastyrjaldir varð til gríðarlegur fjöldi munaðarleysingja og barna sem ólust upp á götunni, til að bjarga sér leiddust þau út í þjófnað og alvarlegri glæpi. Fjöldi glæpamanna eða “glæpabarna” varð gríðarlegur og fangelsi og...

Rússnesk fangahúðflúr (44 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Ég keypti mér bók um daginn um tattoo rússneskra fanga. Ég heillaðist ekkert smá mikið af þessum heimi og ákvað að smá úrdrátt úr bókinni og því sem ég fann á netinu um rússnesk fangahúðflúr. Í Sovétríkjunum var rík hefð fyrir húðflúrum meðal fanga. Á árum kommúnismans var fjöldi fanga gríðarlegur þar sem neyðin var mikil og fólk var í stórum stíl sent í fangelsi fyrir þjófnað og pólitíska glæpi. Meðal fanganna var skýr stéttaskipting og þeir höfðu sín eigin lög og sínar eigin refsingar. Sú...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok