Veit að það eru margir hérna sem eru að lenda í veseni með að fá leyfi frá foreldrum eða eiga foreldra sem eru ekki mjög skilningsríkir. Langaði að segja ykkur að ég var í skírnarveislu um daginn og var úti að reykja með mömmu minni þegar ein frænka mín labbar að mér og segir “Hey, hvenær ferðu svo til JP að klára bakið á þér??”… needless too say, þá fríkaði mamma mín út!

Fékk yfirlestur um hvað þetta væri ljótt og ógeðslegt og ég væri með svo fallegan líkama, af hverju að skemma hann o.s.frv. Þegar hún svo sá tattooið fékk hún áfall yfir stærðinni!

Ég er 25 ára, er löngu flutt að heiman og á sjálf barn, en mamma fékk mig til að líða eins og ég væri fimm ára og hefði gert eitthvað hrikalegt af mér!

Þið sem eruð yngri en 18 ára og finnst foreldrar ykkar vera ósanngjarnir, þá bara vitiði að þetta á aldrei eftir að breytast haha!