Góð uppástunga !! :-) Ég á 13 ára gamlan collie hund sem heitir Jerry. Hef ekki hugmynd um hvaðan nafnið kemur en ég var 9 ára þegar ég fékk hann. Hann býr í sveitinni hjá mömmu og pabba en ég er flutt í bæinn. Svo ég og kærasti minn ákváðum að fá okkur hund og erum að kaupa okkur Cavalier King Charles Spaniel tík og fáum hana mánaðarmót maí/júní. Erum ekki búin að ákveða nafn alveg en það eru nokkur í hausnum á okkur eins og Jasmín, Villimey, Mist, Aþena, Katla…. En þetta kemur allt í ljós...