Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

bonobo
bonobo Notandi frá fornöld 1.158 stig

Re: Siminn!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Síminn rippar. Ótrúlegt í raun. Hive og OgVodafone eru heppin því þau eru undir á markaði og geta því alltaf boðið lægra en Síminn :þ Svo er fólk hjá Símanum að borga stundum upp í 6000 kr. fyrir nettengingu sem það er búið að hafa forever og er því með frekar lítinn hraða og lítið gagnamagn og Síminn er sko ekkert að hafa fyrir því að bjóða þeim betri kjör fyrir sama eða lægra verð. Það heldur bara áfram að rippa :/

Re: Siminn!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Æjæj, verst að bæði Ogvodafone og Hive gefa frían router eða gegn lágu gjaldi. Hjá Hive er frír og frí uppsetning. OgVodafone gefur þér rouder á 1990 kr. ef þú ferð í Og1 og frí uppsetning.

Re: Siminn!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Sagði hann að hann væri með Skjáinn?

Re: Siminn!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Koma bara til ogvodafone, i'll set you up.

Re: Tíska...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Nei, ekki á netinu því miður. En ég á inni á tölvunni :D

Re: Tíska...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég á rauðan og svartan lolitu kjól sem ég keypti mér í Kaupmannahöfn. Alveg ekta japönsk lolita. Það var líka hægt að fá svona sólhlíf í stíl :)

Re: Tíska...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Oft er ég bara í fötum sem mér finnst þægileg, s.s. gallabuxur og bolir. En oftast er ég í svörtum buxum, svartri peysu og bol og svartri kápu ásamt því að vera í svörtum og rauðum Converse skóm.. Eeen, svo koma dagar þegar maður nennir að vera flottur og þá er ég í leðurbuxum, svartri peysu eða topp og New Rock boots.. újé.

Re: Evrópuferðin mín

í Ferðalög fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Og ekkert að því í rauninni, 5 bls. er ekki neitt :)

Re: Evrópuferðin mín

í Ferðalög fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þetta hefur verið svaka ævintýri. Skemmtilegt að lesa en hefðir mátt segja aðeins meira frá hverjum stað :þ Eða var ferðin bara úr lest og í aðra?

Re: giftingar homma og lessa

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Til í því. En þá er spurning, er sjálfsmat ættleiddra barna meira en annarra?

Re: Fermingarföt 2006

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég myndi aldrei fara eftir neinni tísku þegar kemur að fermingarfötum. Nema að þú sért voða sátt við að horfa á fermingarmyndirnar þínar eftir 20 ár og hugsa: “Jiii, hvað ég var í asnalegum fötum.” En plain kjólar, pils og svoleiðis fellur í kramið hjá flestum og þá í ljósari litunum. Annars var ég í dökkbláum kjól og svörtum skóm :D

Re: giftingar homma og lessa

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég er sammála en er ekkert endilega viss um að börn samkynhneigðra séu með eitthvað betra sjálfsmat en aðrir. Hvað getur þá valdið því? Samkynhneigðir eru ekkert endilega betri foreldrar, ekki gleyma því að þó að maður sé samkynhneigður getur maður samt átt við vandamál að stríða og er bara venjulegur sem persóna. Annars þekki ég ekkert barn samkynhneigðra svo ég tala ekki af reynslu eða þekkingu af því leytinu til.

Re: Shopping in London

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Caaaamden :þ Hef ekki komið þangað en hef heyrt að það er kúl verslunarhverfi, ekki þessi týpíska merkjavara og tískuvara sem maður fær allstaðar eins og á Oxford Street. Þar að segja ef þú vilt vera svööölust :þ

Re: Síminn...

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég sagði nú bara að ef þeir geta ekkert gert þá væri lágmark að leyfa fólki að tala við viðgerðarmann. Sérstaklega þar sem fólk hefur hringt og þjónustuverið segir bara: “Sorrí dude, bæ.”

Re: Síminn...

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Enda eru þeir sem vinna í þjónustuverinu engir snillingar á eitt eða neitt, hvort sem það er hjá Símanum eða OgVodafone. En þeir eiga samt sem áður að veita þjónustu og þá er lágmark að gefa upp númer hjá viðgerðarmanni. En ég gæti vel trúað að þetta sé ömurleg vinna því maður er alltaf að svara í símann og tala við fólk sem er óánægt.

Re: Síminn...

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég held að þetta sé bara mjög mismunandi hjá fólki hvort sem það er hjá Símanum eða OgVodafone. Sumir lenda í ömurlegri reynslu hjá Símanum og eru alltaf óheppnir á meðan aðrir eru alltaf mjög ánægðir og ég segi þetta sem starfsmaður OgVodafone. Þetta er líka öfugt, sumir þola ekki OgVodafone vegna slæmrar reynslu og aðrir hafa aldrei verið hjá jafn góðu fyrirtæki hvað varðar síma og internet. En ég segi samt að OgVodafone sé betra fyrir almenning því þeir geta alltaf boðið lægra en Síminn....

Re: Skór....

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Annað hvort manneskja sem fer óendanlega vel með skóna sína eða þessir skór endast vel? :þ

Re: Skór....

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Veistu, mér finnst eins og ég hafði séð svona skó í Hagkaup fyrir ári síðan eða svo. Það er freeeeekar mörg ár síðan þetta var á allra manna tám þannig mér fannst það mjög furðulegt, hehe. Greinilega höfðu einhver pör gleymst í geymslunni.

Re: VÁ....ertu ekki orðin leið á honum??

í Rómantík fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já, mikið til í þessu. Ég er búin að vera í sambandi í 2 ár og 3 mánuði og ég sé okkur klárlega saman í framtíðinni án þess að ég þurfi eitthvað að prófa eitthvað nýtt fólk, hehe. En fólk er bara mismunandi, sumir eru einfaldlega ekki tilbúnir í langt samband á þessum aldri, vilja “experimenta” áður og aðrir geta verið í sambandi í mjög langan tíma án þess að “fá leið á því.”

Re: Flott..úr myndinni 10 things I hate about you.

í Rómantík fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já, hef séð þessa mynd oft. Hef reyndar ekki séð hana leeeengi leeengi. En þessi var í sama flokki og She's All That, Never Been Kissed og Romy's and Michelle's Highschool Reunium, þegar maður var á þessum gelgjualdri og hafði ekkert betra að gera en að glápa á kvikmyndir :)

Re: Steikta kvikindið sem vildi verða súkkulaði sætt...

í Ferðalög fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Frááábær saga! Þetta er bara sign fyrir okkur Íslendingana að við eigum ekki að vera brún! Ég er bara bitur af því mér var strítt alla mína sundtíma í grunnskóla því ég vildi ekki fara í ljós. Mér fannst það svo fáránlegt en nú er ég bara stolt af mínum englakropp og þoli þar af leiðandi ekki sólarlönd þó foreldrar mínir fóru með mig til allra sólarlanda sem þú getur nefnt á þessum aldri.

Re: Meik og púður

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Flestum apótekum allavega.

Re: Meik og púður

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég nota Clinique meik því ég er með svo ljósa húð og ekki mörg meik sem fara mjög neðarlega í ljósa litnum. En mér finnst þetta meik vera mjög gott. Annars er mismunandi með púðrið, núna er ég að nota eitt sem ég keypti í H&M í Köben en vanalega hef ég notað Nivea púður.

Re: Smá hugmynd

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég veit það alveg, ég myndi aldrei vilja hafa mest í tísku. Ég var bara að spyrja hvort fólk vildi það því ég geri ekki svoleiðis föt..

Re: spurning til kvenmanna....

í Rómantík fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég held að Bláa Lónið sé málið, í lónið og svo á veitingastaðinn eftir það :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok