Já, flest okkar (þó ekki allir) dýrka að sóla sig undir berum himni bæði hér á klakanum sem og á fögrum sólarströndum erlendis.. Það er eitthvað svo róandi og slakandi við þetta og alltaf jafn gott að liggja og drepast úr hita og koma svo inn vel rauður og steikktur inn í skuggan ( þar að segja ef þú ferð þar sem skuggi er hehe :D ).. reyndar er sumu fólki gefin sú gjöf að brenna ekki og fá þennan fagurbrúna lit sem er auðvitað mjög ósanngjarnt gagnvart okkur rauðubleiku svínunum. En allavega á ég til frásögn af náunga sem ákvað að skella sér erlendis í fyrsta sinni á ævi sinni.. og er hún eitthvað á þessa leið…

Þessi náungi (sem ég kýs að nefna hér herra Jólfur)..var sem fyrr segir að fara í sína fyrstu utanlandsferð. Hann hafði kosið að fara í vikuferð á sólarströnd eða til Spánar á þessa skemmtilega eyju sem heitir Mallorca. Fullur af tilhlökkun lagði hann af stað með flugvélinni. Þegar á staðinn var komið, kom Jólfur sér fyrir á klassa hótelinu sínu sem var í grennd við ströndina og var það fyrsti heimsóknarstaður hans. Hann vildi auðvitað ekki brenna, (skil það alveg) og hellti yfir sig í fljótheitunum sólarvörn nr 40 og arkaði glaður í bragði niðrá strönd. Þegar þangað var komið störðu allir á karlgreyið.. margir skelltu upp úr og settu upp sólgleraugun vegna ofbirtunar sem fylgdi karlgreyinu. Það var svo sem ekkert skrítið enda karlinn skjanna hvítur.. Eflaust hafa sumir haldið að þarna væri engill kominn á svæðið en sú var ekki raunin. Aumingja Jólfur höndlaði ekki athyglina sem hann fékk og hraðaði sér sem allra fyrst upp á hótel.. hann sem hélt að hann væri svo súkkulaði sætur.. búinn að vera að lyfta og svona aðeins fyrir þessa einu ferð, (bjó nefninlega einn sjáðu til og var alveg til í að kynnast einni spænskri :D ) en hann hafði svo sem getað sleppt því.. það sást enginn árangur af því erfiði sem hann hafði.. Hann var nefninlega það sem ég kýs að kalla hreinræktuð FITUBOLLA!. Eftir þessa niðurlægingu ákvað hann bara að dvelja í hótelgarðinum.. þar voru nokkrir Íslendingar og féll hann þá betur inn í hópinn. En eftir þetta var Jólfur staðráðinn í að láta ekkert hindra sig í því að verða súkkulaði brúnn og sætur og sleppti því að bera á sig allt sem heitir sólarvörn. Nú var sko tekið á því.. vaknað eldsnemma og legið á bekknum fram á kvöld.. á næturnar var aftur á móti sofið í baðkarinu, enda bruninn all svakalegur.. svona hélt þetta áfram alla vikuna hjá steikta kvikindinu og grunar mig að það hafi verið farið að vanta heldur betur uppá svefninn.. get ekki ímyndað mér að það sé mjög kósí að sofa í baðkarinu allar nætur, en ef maður sér það frá hinni hliðinni er það sjálfsagt skárra að fá góða kælingu heldur en að vera að stikna.. ekki satt? Þegar vikan var komin á endan var tekið flugið heim. Í flugvélinni var andrúmsloftið ósköp svipað og á ströndinni.. sumir lokuðu fyrir augu barna sinna og aðrir skelltu upp úr.. maðurinn var rauðari en allt sem heitir rautt og trúi ég að sumir hafi haldið að þarna væri kölski sjálfur kominn í öllu sínu veldi. Það sorglega við þetta er að viku eftir ferðina var öll húð Jólfs flögnuð af og hann orðinn fagurhvítur á ný…

Alveg hreint út sagt grátlegt.. en ef við horfum á björtu hliðarnar er það þá ekki skárra að allir haldi að þú sért engill heldur en djöfullinn??
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!