Ég fór í Evrópuferð í sumar og ég var bara að nenna að skrifa hana niður núna.
Ég flaug út 29. maí um morguninn og ég lenti í kaupmannahöfn um hádegi og fór að leita að farfuglaheimilinu sem ég var búinn að panta gistingu, það byrjaði ekki vel hjá mér eftir að hafa tekið strætó ég fór út á vitlausum stað og byrjaði að labba og eftir að hafa labbað í rúman klukkutíma fann ég farfuglaheimilið, ég kom mér fyrir og fór svo út að labba. Ég var í kaupmannahöfn í nokkra daga og ég skoðaði mikið.

1. júní tók í gildi interrailmiðinn minn sem gildi í mánuð og ég byrjaði að fara til Hamburg eftir kaupmannahöfn. Ég gisti í hamburg í tvær nætur. Eftir Hamburg var ég búinn að ákveða að fara til Amsterdam ég kom þangað á föstudegi og eftir að hafa leitað mjög lengi að farfuglaheimili sem hafði laust pláss fann ég það loksins en ég gat bara verið þar í eina nótt, föstudagskvöldið um sjöleytið var ég úti að labba nýbúinn að fá mér að borða þá labbaði ég framhjá tattostofu og ákvað að fá mér tatto, ég fékk mér eitt á vinstri öxlina.
Næsta dag var ég að leita mér að gistingu og fann enga og þegar klukkan var orðin 6 ákvað ég bara að fara í burtu og þannig að ég fór niðra lestarstöð og sá að það var lest að fara til Brussel um 9 leytið þannig að ég fór á hana.

Ég kom til Brussel um hálf 2 um nótt þannig að ég lét bara farangurinn minn í geymslu og fór að labba um. Þegar klukkan var orðin 4 var ég orðinn dáldið þreyttur og fór aftur á lestarstöðina og sofnaði á bekk í nokkra tíma. Þá tók ég lest til Luxemborgar og ég verð að segja að Luexemborg er fallegasta borg sem ég hef farið til. Ég gisti í Luexemborg í tvær nætur og eftir það þá fór ég til París. Þar skoðaði ég Notre Dam, Effelturninn, Louvre og marg fleira. Mona Lisa er ómerkilegt lítið málverk. Ég var í París í 4 nætur og á þriðja deginum hitti ég bekk úr heimabæ mínum sem voru í skólaferðalagi og ég fór með þeim í Disney land þar var helvíti gaman verð ég að segja. Eftir París fór ég til Lyon og þegar ég var að leita að farfuglaheimilinu mér var sagt að labba út tröppur sem voru örugglega 300 með bakpokann aftaná og þegar ég var kominn upp þá spurði ég manneskju sem sagði mér að ég þurfti að fara aftur niður og labba svo upp brattan veg sem var um 700 m, og vatnið búið og það var mjög heitt, en ég fann það loksins dauðþreyttur. Ég gisti í lyon í tvær nætur eftir Lyon fór ég til Genova borg í norð-vestur hluta Ítalíu, ég gisti þar í eina nótt. Eftir það fór ég til Róm. Ég kom til Róm á þriðjudagskvöldi og fór bara strax að sofa. Daginn eftir fór ég að skoða Páfagarð og þegar ég kom á torgið voru um 10.000 mann þar og í fjarska voru dáldið að mönnum í rauðum sloppum og einn í hvítum, og það var páfinn. Eftir páfagarð fór ég að skoða the collisieum og það var dáldið sem mér langiði að gera síðan ég sá Gladiator. Og svo seinna um daginn var ég á lestarstöð í Róm sem heitir Pyramid og ég ætlaði að fara taka lestina til að komast á farfuglaheimilið og þegar ég kom niður þá var lestin hinum meginn stopp og allir í kringum mig að líta undir hana þannig að ég spurði manneskjuna við hliðina á mér hvað hefði skeð og hann sagði ´some guy comitted suicide, þannig að ég kíkti undir lestina og sá fót.

Daginn eftir þá fór ég til Barcelona með ferju sem tók 19 tíma og myndirnar sem voru sýndar voru sýndar með Ítölsku tali og ef ekki var hægt að hafa spænskan texta þá var haft enskan. Þegar ég kom til Barcelona um 3 leytið á föstudegi þá fór ég að leyta að stað til að gista á og ég fór á um 20 farfuglaheimili og þau voru öll full. Og þegar klukkan var orðin 7 þá ákvað ég að bara að fara í til Valencia. Þegar ég kom á lestarstöðina þá sá ég að það var lest að fara til Valencia eftir 2 tíma þannig að ég fór að fá mér að borða. Og þá hitti ég gaur frá kanada sem var á bakpokaferðalagi líka og hann var að fara til Feneyja, eftir að hafa spjallað saman þá spurði ég hann hvort ég mætti ekki fara með honum til Feneyja, þannig að við fórum saman til Feneyja.

Eftir tvo daga í Feneyjum ákvað ég að fara hitta vini mína sem voru í póllandi þannig að ég tók lest frá Feneyjum til Vín og þegar ég kom til vín þá sá ég að það var lest að fara til Varsjá eftir 10 minotur þannig að ég þurfti að flýta mér, lestin fór klukkan 11:00 ég fór inní lestina og sofnaði. Ég var vakinn af um 2 um nóttina af gaur sem var í lestinni á leið til Krakow, lestin var stopp á lestastöð í miðju tékklandi, við fórum út og komumst af því að við þurftum að skipta um lest sem kæmi hálftíma seinna. Ég fór í hana, þegar við komum að landamærunum hjá Póllandi þá stoppaði lestin ég var í klefa með Englendingi og við vorum að tala saman þá komu tvær kanadískar stelpur inní klefann og sögðu okkur að veskinu hjá annari stelpnarinnar var stolið og í veskinu var vegabréfið og peningarnir hennar. Um stuttu eftir það kom landamælavörður og var að spurja um vegabréf ég sýndi honum mitt og englendingurinn líka og önnur stelpan, svo sagði hún verðinum að vegabréfinu hennar hefði verið stolið en það var dáldið erfitt því gaurinn talaði mjög litla ensku, þannig að ég og Englendingurinn fórum að reyna að segja honum að vegabréfinu hennar hefði verið stolið og að hún ætlaði að fara í sendiráð í Varsjá, en hann var að segja henni að fara út og við rifumst í dáldinn tíma og töfðum lestina, en svo kom fyirir að stelpurnar fóru út og biðu eftir lest sem væri að fara til Prag.

Svo eftir að lestin fór að stað komst ég að því að ég væri í vitlausum vagni og að þessi vagn væri á leiðinni til Krakow en ekki Varsjá þá hefði lestin skipst á landamærunum. En ég náði að taka lest frá Krakow til Varsjá og svo þar sem vinir mínir voru. Ég var í Póllandi í nokkra daga. Þá ákvað ég að fara til Danmerkur þar sem ég ætlaði að fara að vinna í nokkrar vikur við að tína ber á fjón. Þannig að ég tók lest til Varsjá svo tók ég lest til Berlínar og var kominn þar um 11 leytið og það var lest að fara til Hamburgar stuttu seinna og ég tók hana og var kominn til Hamburgar um 1 leytið og það var ekki lest til Kaupmannahafnar fyrr um morguninn þannig að ég svaf á lestastöðinni um nóttina og fannst ég vera ágætlega öruggur þar þar sem það var lögreglustöð við hliðina á lestarstöðinni. Þegar ég kom til Kaupmannahafnar þá tók ég lest til Nyborg þar sem ég fór að leyti að bóndabænum þar sem ég ætlaði að vinna á, þegar ég spurði mig um þá var mér bent í vitlausa átt og ég labbaði í 3 tíma með bakpokann, tjald og svefnpoka sem ég var nýbuinn að kaupa. En ég fann þetta loksins og þar hitti ég félaga minn sem var þar. Það endaði svo að ég fékk ekki vinnu en ég hékk þar í nokkra daga. Þá ákvað ég að fara að hitta vini mína í Svíþjóð þannig að ég tók lest til Kaupmannahafnar. Þar pantaði ég flugmiða heim, þar sem interrail miðinn minn var útrunninn þá tók ég rútu til Svíþjóðs þar sem ég hitti vini mína. Ég var hjá vinum mínum í 6 daga og þá tók lest aftur til kaupmannahafnar þar sem ég myndi fljúga heim daginn eftir.
I'm not normally a religious man, but if you're up there, save me, Superman! Homer J. Simpsons