Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera með mínum manni í tvö og hálft ár í janúar. Við erum ung en búin að upplifa margt sem hefur gert okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag. Við erum ekki fólkið sem fer í partí um hverja helgi. Einfaldlega nennum ekki svoleiðis rugli. Við berum virðingu fyrir þessu sambandi og hvort öðru og við viljum vera sem lengst saman. Í rauninni þá sjáum við ekki ekki framtíð með viti ef við verðum ekki saman. Ég tel okkur taka þessu sambandi af þroska.

En eins og fólk gerir þá tala ég stundum við fólk. Þegar ég minnist á það að ég sé búin að vera með kærastanum í tvö og hálft ár þá fæ ég ofangreind viðbrögð….hvort sem það er fullorðið eða ekki. Fólk spyr hvort ég sé ekki orðin leið á honum, hvort mig langi ekki til að prófa eitthvað nýtt. Er það í alvörunni orðið svo að fólk þekki ekki þessa tilfiningu..fólk er orðið svo upptekið af því að sofa hjá sem flestum og “prófa eitthvað nýtt” að það er orðið hálf tilfinningalaust!!…það er allavega alveg klárt mál að fólk sem segir svona hefur aldrei elskað.

Ég veit bara það að þetta samband sem ég er í er að gefa mér svo miklu meira en bara kynlíf og því er ég ekki tilbúin til að fórna ….bara til að prófa eitthvað nýtt…sem svo eftir á á bara eftir að valda mér vanlíðan.

Er fólk í alvörunni orðið svona??….eru bara til örfár manneskjur hér á lífi sem geta þetta ennþá….og eru þær manneskjur kannski orðnar það gamlar og þroskaðar að þær fara að fara héðan?…..hvað gerist þá, ef þetta er hugsunarhátturinn sem unga fólkið fer með sér út í lífið???



Hafið þið einhverja skoðun á þessu…þætti fróðlegt að heyra önnur ….eða sömu sjónarmið.