Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ekki mikið um folaldadauða í kjölfar smitandi hósta (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Folöld hafa reynst afar móttækileg fyrir þeirri bakteríusýkingu sem veldur smitandi hósta í hrossum, Streptococcus zooepidemicus, og enn ber nokkuð á veikindum hjá þessum hópi. Í mörgum tilfellum virðast þau hafa góða vörn gegn sjúkdómnum fyrstu tvo mánuðina eftir fæðingu, sem líklega má rekja til mótefna sem þau fá með broddmjólkinni. Að þeim tíma liðnum standa þau berskjölduð gagnvart sýkingunni. Alla jafna komast folöldin yfir sýkinguna af eigin rammleik en það getur tekið þau drjúgan...

Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Minnum á Haustfund Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga sem haldinn verður í Hlíðarbæ fimmtudagskvöldið 25. nóvember. Fundurinn hefst kl. 20:30. Áhugaverð erindi - ræktunarbú ársins - hæst dæmdu kynbótahrossin - kaffi og kökur. Verið velkomin Stjórn HEÞ www.hryssa.is http://hestafrettir.is/Frettir/9505/

Dagur frá Strandarhöfði ekki föðurlaus (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Stóðhesturinn Dagur frá Strandarhöfði er ekki undan Baldri frá Bakka samkvæmt DNA rannsókn. Árið 2007 var sýni tekið úr Degi og ekkert svar hafði borist fyrr en fyrir nokkrum dögum síðan. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir að Dagur sé ekki undan Baldri en sé líklega undan skyldum hesti. Hestafréttir hafði samband við ræktanda Dags sem er Albert Jónsson. Albert sagði að það gæti verið að Dagur væri undan Bassa frá Bakka sem er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Söndru frá Bakka þar með bróðir...

Ljóni frá Ketilsstöðum (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ljóni frá Ketilsstöðum er 6 vetra,rauðskjóttur með 8,39 í aðaleinkunn. Hann er undan Ljónslöpp frá Ketilsstöðum en hún er með 8,28 í aðaleinkunn, þ.a 8,5 fyrir tölt og skeið og 9,0 fyrir brokk. Ljónslöpp er undan Snekkju frá Ketilsstöðum, sem einnig var með 1. verðlaun og Snekkja var undan Rauðku en hún var með 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Rauðka var undan Ljónslöpp 1817, fædd 1939. Ekki finnst neinn kynbótadómur á henni, en hún vann gæðingakeppnina á tveimur fjórðungsmótum fyrir austan og var...

Framhaldskólanefnd hestaíþrótta (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Umsóknarfrestur er að renna út í framhaldsskólanefndina og við hvetjum framhaldsskólanema til að sækja um og taka þátt í starfinu okkar. Þeir sem svo komast áfram verða látnir vita með símtali fljótlega. Fresturinn er til komandi þriðjudags, 23.nóvember. Einhverjar spurningar beinast í síma 847-8630 – Edda Hrund. http://hestafrettir.is/Frettir/9495/

Bergur og Olil ræktunarmenn ársins (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Á ráðstefnunni Hrossarækt 2010 í gær voru þau bú sem tilnefnd voru til ræktunarverðlaunanna í ár heiðruð og ræktunarmenn ársins útnefndir. Titilinn í ár hlutu þau Bergur Jónsson og Olil Amble í Syðri-Gegnishólum en þau hafa ræktað hross þaðan og áður frá bæði Ketilsstöðum og Selfossi. Árangur þeirra í ár var frábær og kom fram í máli Guðlaugs Antonssonar hrossaræktarráðunuts BÍ að valið á búinu í ár hefði verið einfalt, svo miklir hefðu yfirburðir þeirra Bergs og Olil verið. Hann sagði...

Kiljan frá Steinnesi hæst dæmda kynbótahrossið (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Á hrossaræktarráðstefnu fagráðs í gær voru veitt ný verðlaun fyrir hæst dæmda kynbótahross ársins, leiðrétt fyrir aldri. Verðlaunin komu að þessu sinni í hlut stóðhestsins Kiljans frá Steinnesi sem hlaut í aðaleinkunn 8.71 eða 8.78 aldursleiðrétt, en Kiljan er sex vetra gamall. Kiljan er undan Kletti frá Hvammi og Kylju frá Steinnesi, Kolfinnsdóttur frá Kjarnholtum. Ræktandi Kiljans er Magnús Jósefsson í Steinnesi, en eigendur eru Halldór Þorvaldsson, Elías Árnason og Ingolf Nordal. Félag...

Þórarinn og Þóra með hæsta hæfileikadóminn (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Á hrossaræktarráðstefnunni í gær voru í fyrsta skipti afhent verðlaun, sem Félag hrossabænda gefur, til þess knapa sem sýnt hefur hross í hæsta hæfileikadóm á árinu, án áverka. Verðlaunin hlaut Þórarinn Eymundsson sem sýndi hryssuna Þóru frá Prestsbæ í 8.99 fyrir hæfileika sl. sumar. Þórarinn er hestamönnum að góðu kunnur, margverðlaunaður og prúður reiðmaður, vel að slíkum verðlaunum kominn. Þóra frá Prestsbæ er sjö vetra, undan Orra frá Þúfu og Þoku frá Hólum, en eigendur hennar og...

Kristinn Guðnason endurkjörinn formaður (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Aðalfundur Félags hrossabænda var haldinn á Hótel Sögu í gær. Til fundar mættu kjörnir fulltrúar aðildarfélaga Félags hrossabænda, auk gesta. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir flutti kveðju landbúnaðarráðherra og lagði áherslu á gildi hrossaræktarinnar í íslenskum landbúnaði og margþætt menningarhlutverk hestsins. Fleiri góðir gestir tóku til máls og svo voru skýrsla stjórnar og reikningar flutt. Rekstur félagsins er góður og verkefni þess fjölbreytt eins og fram kemur í ársskýrslunni meðal...

Íþróttamaður Andvara og efnilegustu knaparnir (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Hestamannafélagið Andvari veitti 3 viðurkenningar á aðalfundi fimmtudagskvöldið 18.nóvember. Símon Orri Sævarsson fékk viðurkenningu sem efnilegasti pilturinn frá Æskulýðsnefnd Andvara Ellen María Gunnarsdóttir fékk viðurkenningu sem efnilegasta stúlkan frá Æskulýðsnefnd Andvara. Stjórn félagsins tilnefnir íþróttamann Andvara á hverju ári og í þetta sinn var Ellen María Gunnarsdóttir valin sem íþróttamaður Andvara. Ellen María og Símon Orri eru vel að þessum viðurkenningum komin eftir...

Folalda-og ungfolasýning (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Hestamennskan heldur áfram í Kjósinni. Adam í Kjós hefur ákveðið að standa fyrir folalda-og ungfolasýningu (1-3v) sunnudaginn 5 desember kl. 14 í Laxárnesi. Skráningar sendist á netfangið: bjossi@icelandic-horses.is í síðasta lagi þriðjudaginn 30. nóvember eða í síma: 893-1791. Skráningum þurfa að fylgja upplýsingar um nafn, uppruna, lit og aldur. Skráningargjald er kr. 2000 fyrir folöld og kr. 3000 fyrir ungfola. Dómari verður Magnús Lárusson. Ath. Laugardaginn 4 desember, er hin árlegi...

Skráning á Stóðhestavef Hestafrétta fyrir árið 2011 (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Skráning á Stóðhestavef Hestafrétta er hafin fyrir árið 2011. Verðið er það sama og 2010 ef stóðhestur er skráður fyrir áramót aðeins 15.000.- + vsk Stóðhestavefurinn er beintengdur við Worldfeng þannig að allar tölulegar upplýsingar uppfærast sjálfvirkt. Á stóðhestavef er hægt að setja inn fimm ljósmyndir af hverjum stóðhesti og allt að þrem mismunandi myndbönd við hvern hest. Myndbönd af stóðhestum hjá Hestafréttum geta birtst líka á www.worldfengur.com ef óskað er. Og ekki má gleyma því...

Sýnikennsla með Mette Mannseth (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Sýnikennsla með Mette Mannseth verður í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 4. Desember n.k. kl. 1800. Mette er óþarft að kynna sérstaklega hún hefur náð frábærum árangri í bæði sýningum og keppni, með fallega og vel þjálfaða hesta. Það verður fræðandi og gaman að sjá hvernig hún þjálfar sína hesta. Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. Hvetjum áhugafólk um þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta...

Stöðuskýrsla um smitandi hósta í hrossum á Ensku (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ensk stöðuskýrsla um smitandi hósta í hrossum hefur nú verið uppfærð og er hana að finna á ensku heimasíðu MAST. Allir sem þurfa að koma upplýsingum um sjúkdóminn á framfæri erlendis geta nýtt sér skýrsluna. Hægt er að nálgast upplýsingarnar með því að smellahér http://hestafrettir.is/Frettir/9482/

Til mótshaldara og annarra (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Í smíðum er mótaskrá Landssambands hestamannafélaga fyrir árið 2011. Ef þið hafið áhuga á að koma ykkar mótum, viðburðum og sýningum í skránna sendið þá endilega póst á disa@isi.is. Landssambands hestamannafélaga. http://hestafrettir.is/Frettir/9479/

Jólamatur Geysis (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Jólamatur og skemmtun Geysis verður föstudaginn 19/11 í Kannslaranum á Hellu Húsið opnar kl 20:00 en borðhald kl 20:30 á boðstólnum er blandaður sjávarréttur í forrrétt og lamb og svín að hætti kokksins í aðalrétt, afhentir verða afreksbikarar Geysis. Miðaverð er í algeru lágmarki eða kr. 2800 og hægt er að kaupa miða á Klippistofunni Hellu eða VÍS á Hvolsvelli. Hvetjum alla Geysisfélaga til að mæta og allir hinir að sjálfsögðu velkomnir. Maður er manns gaman. Stjórnin....

Hæst dæmdu 6 vetra hryssur frá upphafi (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Hér fyrir neðan má sjá tólf hryssur sem hafa hlotið yfir 8.50 sýndar 6 vetra og er þetta samantekt yfir allar hryssur sem hafa verið sýndar frá upphafi kynbótasýninga. Bringa frá Feti er hæst yfir allar hryssur sem sýndar hafa verið 6 vetra. Engin hryssa hefur verið sýnd yfir 8.66 6 vetra gömul. Bringa frá Feti er fædd 1994 og er hæst yfir allar hryssur sem sýndar hafa verið 6 vetra. Hún er með 121 stig í kynbótamati og 8.66 í aðaleinkunn. Bringa á átta afkvæmi, fjögur eru sýnd og þrjú í 1...

Hestunum bjargað í Mosfellsbæ (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Búið er að koma öllum hestum út úr hesthúsunum í Mosfellsbæ en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað þangað út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna mikils elds sem kom upp í einu húsanna. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út. Mikill eldur var í húsunum samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins og töluverð vinna enn eftir við að ljúka slökkvistarfi. Lögreglumenn voru fyrstir á vettvang og brutust inn í nokkur hús til að bjarga hestum út, áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang. Rými...

Dagsetningar Íslandsmóta (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir Íslandsmót í hestaíþróttum: Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Selfossi, af hestamannafélaginu Sleipni, dagana 14. - 16. júlí 2011. Íslandsmót yngri flokka verður haldið í Keflavík, af hestamannafélaginu Mána, dagana 22. - 24. júlí 2011.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar LH (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Í gær, miðvikudaginn 10.nóvember, var haldinn fyrsti fundur nýrrar stjórnar Landssambands hestamannafélaga. Á dagskrá fundarins lá m.a. fyrir að stjórn skipti með sér verkum. Ákveðið var að Sigrún Þórðardóttir yrði skipaður gjaldkeri og Oddur Hafsteinsson skipaður ritari. Þorvarður Helgason, Andrea Þorvaldsdóttir og Sigurður Ævarsson eru meðstjórnendur. Auk þess var farið yfir síðasta Landsþing, rætt um skipun í starfsnefndir LH og fleira. Allar fundargerðir stjórnar er að finna hér á...

Sölusýning í Hestheimum (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Sunnudaginn 14. nóvember kl. 14:00 verður sölusýning í Hestheimum. Áður en sölusýning hefst, kl. 13:30 , verður sýnikennsla með Sigga Sig, ókeypis aðgangur. Fjöldi glæsilegra hesta verður sýndur og von á fjölda gesta, rífandi stemming ! Frí kjötsúpa verður í boði sölunefndar og einnig verður uppboð á nokkrum hrossum. Skráningargjald er 3.500 á hvern hest. Lagt inn á reikning: kt: 011083-3829 Banki: 0152-05-264374. Skýring greiðslu, nafn umráðamanns. Skráningar skulu berast á netfangið :...

Námskeið í unghrossamati í Holtsmúla (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Nokkur pláss laus á þetta frábæra námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á hrossarækt. Tryppi eru tekin og metin hvað varðar ganglag, útlit og geðslag. Rætt er um ræktunarmarkmið og hvernig á að ná þeim. Fyrirlestrar, sýnikennsla, verklegar æfingar og umfram allt, skemmtilegar umræður. Námskeiðið er haldið í Holtsmúla u.þ.b. klukkutíma akstur frá Reykjavík og hefst klukkan 10 og stendur til 17:00 laugardaginn 13. nóvember. Verð er kr. 10.000 og innifalið námskeiðsgjald og léttur hádegisverður....

Framhaldskólanefnd hestaíþrótta (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Umsóknir um þátttöku í framhaldskólanefnd hestaíþrótta hefur hafist hér með. Við erum lítill hópur sem er að leita af hestafólki í framhaldsskóla og hefur áhuga á að taka þátt í hinu árlega mótahaldi framhaldsskólanefndarinnar. Þetta er skemmtilegt og áhugavert starf. Við erum að leita af stundvísu hressu fólki, með reynslu af hestum og getur gefið sér tíma til að sjá um þessi störf. Umsóknir þurfa að berast inn fyrir þann 23. Nóvember næstkomandi. frhskolanefndin@visir.is Ef ykkur liggja...

Knapi ársins í Kastljósi (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Sigur“björninn” eins og hann hefur verið kallaður eða Sigurbjörn Bárðarson var í skemmtilegu viðtali í Kastljósinu í kvöld. Þar talaði Diddi um að hann ætti að eftir að hampa einum titli og er það A-flokkur gæðinga á Landsmóti Hestamanna. Það verður spennandi að sjá hvort Didda takist að hampa titlinum á komandi Landsmóti, en hann var nú ekki langt frá því á síðasta Landsmóti. Sjá viðtal.

Uppskeruhátíð Léttis (0 álit)

í Hestar fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Nú styttist í uppskeruhátíð Léttis en hún verður haldin í Sjallanum 20. nóvember. Vaninn er að tilnefna knapa ársins og efnilegustu knapana en í þetta sinn eru tilnefndir til knapa ársins: Baldvin Ari Guðlaugsson Þorbjörn Hreinn Matthíasson Guðmundur Tryggvason Birgir Árnason Viðar Bragason Og efnilegustu knaparnir eru: Jón Herkovic Stefanía Árdís Árnadóttir Skarphéðinn Ragnarsson Þórarinn Ragnarsson Örvar Áskellsson Pernille Lyager Møller Knapar eru beðnir að senda inn árangursskýrslu á...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok