Aðalfundur Félags hrossabænda var haldinn á Hótel Sögu í gær. Til fundar mættu kjörnir fulltrúar aðildarfélaga Félags hrossabænda, auk gesta. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir flutti kveðju landbúnaðarráðherra og lagði áherslu á gildi hrossaræktarinnar í íslenskum landbúnaði og margþætt menningarhlutverk hestsins.
Fleiri góðir gestir tóku til máls og svo voru skýrsla stjórnar og reikningar flutt. Rekstur félagsins er góður og verkefni þess fjölbreytt eins og fram kemur í ársskýrslunni meðal annars.

Eftir hádegi flutti Sveinbjörn Sveinbjörnsson áfangaskýrslu LM nefndar og Hulda G. Geirsdóttir, framkvæmdastjóri FHB kynnti nýtt markaðsverkefni sem félagið vinnur að og hyggst hleypa af stokkunum snemma á nýju ári. Voru viðbrögð fundarmanna við verkefninu góð og líflegar umræður spunnust um landsmótsmál.

Kristinn Guðnason var endurkjörinn formaður til þriggja ára og þakkaði hann það traust sem honum væri sýnt með kjörinu. Í varastjórn voru kjörinn þau Bertha Kvaran, Vignir Sigurðsson og Ragnar Magnússon.

http://hestafrettir.is/Frettir/9491/
mbk. Böðvar Guðmundsson