Búið er að koma öllum hestum út úr hesthúsunum í Mosfellsbæ en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað þangað út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna mikils elds sem kom upp í einu húsanna.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út. Mikill eldur var í húsunum samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins og töluverð vinna enn eftir við að ljúka slökkvistarfi. Lögreglumenn voru fyrstir á vettvang og brutust inn í nokkur hús til að bjarga hestum út, áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang.


Rými er fyrir 700-800 hesta í hesthúsahverfi Hestamannafélagsins Harðar á Varmárbökkum. Eldurinn var í suðurhluta fimm bila húss og var slökkvilið að reyna að hefta útbreiðslu eldsins.

Unnið var að því að rýma fleiri hús í hverfinu.
mbk. Böðvar Guðmundsson