Skráning á Stóðhestavef Hestafrétta er hafin fyrir árið 2011. Verðið er það sama og 2010 ef stóðhestur er skráður fyrir áramót aðeins 15.000.- + vsk Stóðhestavefurinn er beintengdur við Worldfeng þannig að allar tölulegar upplýsingar uppfærast sjálfvirkt.


Á stóðhestavef er hægt að setja inn fimm ljósmyndir af hverjum stóðhesti og allt að þrem mismunandi myndbönd við hvern hest. Myndbönd af stóðhestum hjá Hestafréttum geta birtst líka á www.worldfengur.com ef óskað er. Og ekki má gleyma því að senda má allar tilkynningar um hvern stóðhest hvar hann verður og hvenær er sónaskoðað og fl.

Það er enginn annar sem býður uppá þessa þjónustu nema Hestafréttir. Þeir umsjónarmenn og eigendur stóðhesta sem nú þegar eru skráðir á stóðhestavef Hestafrétta eru vinsamlega beðnir um að senda Ritstjórn Hestafrétta nýjar upplýsingar um:

Notkunarstaði
Símanúmer og nafn umsjónarmanns / eiganda
Netfang og upplýsingar um vefsíðu ef hún er til staðar
Umsögn um stóðhestinn
Nánari upplýsingar um stóðhest ef einhverjar eru
Til að auglýsingin njóti sín vel er um að gera að skrifa umsögn um hvern stóðhest.
Endurnýjun og nýskráning á Stóðhestavef Hestafrétta kostar 15.000 kr. plús VSK
Það sem fram kemur á nýjum Stóðhestavef Hestafrétta er:

Ætt
Litir afkvæma
Kynbótadómur
Kynbótamat hæst metnu afkvæma
Kynbótadómur hæst dæmdu afkvæma
Fjöldi skráðra afkvæma
Umsögn
Upplýsingar um notkunarstaði
Möguleiki á fimm ljósmyndum
Möguleiki á þremur mismunandi Videoum af stóðhesti sem einnig birtist á Vef www.worldfengur.com
Hestafréttir bjóða kunnum sínum uppá að koma og taka hestinn uppá video fyrir 10.000.- kr + vsk fyrir utan akstur ef óskað er.
Vinsamlega sendið pantanir og upplýsingar á hestafrettir@hestafrettir.is og setjið nafn stóðhests í SUBJECT í maili.

Smelltu á meðfylgjandi slóð til að fara beint á Stóðhestavef
http://www.hestafrettir.is/stodhestar

http://hestafrettir.is/Frettir/9485/
mbk. Böðvar Guðmundsson