Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Trúlofun

í Rómantík fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Persónulega finnst mér margir í dag vera að misnota það sem kallað er trúlofun. Ég veit um þónokkur dæmi þess að ungir krakkar (yngri er 20 ára) séu að trúlofa sig eftir nokkurra vikna samband. Svo hefur oftar en ekki slitnað upp úr þessum samböndum innann nokkurra mánaða. Í mínum huga er trúlofun ekki bara það að ákveða að gifta sig einhverntíma heldur að fólk ætli að gifta sig innan árs. Ég veit að það er orðið sjaldgjæft að fólk líti á trúlofun þessum augum í dag. Það að búa með...

Re: Rómantík eða fáránleiki?

í Rómantík fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það eru þessir tveir einstaklingar sem eru að fara að gifta sig og þeim finnst þetta rómantískt. Mælikvarði fólks á því hvað er rómantískt er að sjálf sögðu misjafn. Ef þeim þykir þetta rómantískt og uppfyllir þeirra óskir um þennan mikilvæga dag í ÞEIRRA lífi, finnst mér æðislegt að þau geti látið þennan draum verða að veruleika. Hvað kemur fólki það við? Sérstaklega hér uppi á Fróni. Ég get hugsanlega skilið að fólk sem átti ættingja sem fórust þarna gætu haft eitthvað á móti þesssu, en er...

Re: Er jákvæð mismunum réttlætanleg?

í Deiglan fyrir 23 árum
það er nú afar sorglegt að þér finnist kröfur kvenna vera að eyðileggja kynlífið, tupac4ever. Villtu þá ekki að konan segi þér til svo hún geti notið þess í stað þess að henni dauðleiðist allan tímann og feiki fullnægingu? Ef það eina sem þú vilt út úr kynlífi er fullnæging sjálfur myndi ég halda að langauðveldast væri fyrir þig að nota bara handaflið, það er varla með sífelldar kröfur…… Annars hlýtur það að flokkast undir mismunun ef konan má ekki fá fullnægingu í kynlífi heldur bara karlinn.

Re: Frelsi og frjálshyggjan

í Deiglan fyrir 23 árum
Það er rétt að þetta gífurlega hrun krónunnur í síðustu viku gekk til baka og ekkert nema gott um það að segja. En samt sem áður er krónan enn allt of lág, í augnablikinu er USD í rúmlega 97. Er það allt í góðu? Að Davíð skuli ekki einu sinni vera tilbúinn til að íhuga að gera eitthvað í málumnum þykir mér mjög slæmt og ekki vera góður stjórnunarstíll. það gegnur ekki bara að sitja, bíða og vona. Kaupmáttur okkar fellur dag frá degi. Allt er að hækka, fargjöld til útlanda, bensínverð og...

Re: Hækkun launa hæstu embættismanna Íslands

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Ég viðurkenni það vel að ráðherrar eru kannski ekki með nein rosaleg laun og það mætti vel íhuga að hækka launin þeirra. EN svo virðist sem ekki hafi verið til peningar til að borga hinum og þessum starfsmönnum ríkisins mannsæmandi laun. Ofboðslega margir hafa þurft að beita því neiðarúrræði að boða til verkfalls sökum þessa og staðið hafa margir, langir og strangir fundir hjá ríkissáttarsemjara. Þ.a.l. finnst mér það nú svolítil hræsni að ræða um að hækka laun ráðherra á þessum tímapunkti. AH

Re: Frelsi og frjálshyggjan

í Deiglan fyrir 23 árum
Mikið rosalega er ég sammála þér…. Það er nákvæmlega þessi gullni millivegur sem gildir og að gera sér grein fyrir því að til er fullta af góðum kenningum og hugmyndum sem bara engan veginn ganga upp í raunverleikanum.

Re: Ást sem hverfur ekki

í Rómantík fyrir 23 árum
Þú ert greinilega yfir þig ástfanginn af fyrrverandi kærustunni. Ég skil í raun ekki af hverju þú hefur ekki reynt að ná henni aftur. Hún er greinilega sú eina sem þú vilt. Ekki bíða með þetta, reyndu að segja henni hvernig þér líður og athugaðu hvort þið getið ekki reynt aftur. Þú hefur engu að tapa. Það getur vel verið að þið hafið bara þurft smá tíma í sundur til að átta ykkur á hvað það er sem þið höfðuð. Svona smá auka ráð: Ekki vera með öðrum stelpum á meðan til að reyna að hætta að...

Re: Survivor á Íslandi?

í Raunveruleikaþættir fyrir 23 árum
Já veistu þetta er ekki vitlaus hugmynd. A.m.k. væri það ferlega gaman fyrir okkur hér á Fróni og það er rétt hjá þér ég hugsa að það væri góð landkynning.

Re: trúfrelsi?

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Ég næ því nú ekki alveg hjá þér Czar þegar þú segir að trúfrelsi verði ekki til fyrr en skipulögð trúarbrögð minnka… Ertu þá að segja að ef til eru fá trúarbrögð þá fái fólk meira frelsi til að trúa??? Að mínu mati er trúfrelsi hér á Íslandi. Hver og einn getur trúað því sem hann vill og á það sem hann vill. Persónulega er ég trúuð. Það er ekki þar með sagt að ég trúi á allt sem stendur í Biblíunni eða á allt sem prestar eða aðrir sem boða trú segja. Ég er ekki öfgatrúuð eða neitt þannig en...

Re: Oki meira af þessu djö... rugli mínu í strákamálum

í Rómantík fyrir 23 árum
Þú átt greynilega í miklum vandræðum greyið mitt. Ég er ekki sammála þeim sem hafa sagt að þú eigir að láta vinkonu þína fjúka. Vinir eru eitt það besta sem maður á, sérstaklega þegar maður er ungur og ringlaður. Ég myndi ráðleggja þér að hringja í vinkonu þína og fá hana til að hitta þig. Það er alltaf árangurríkast að tala um alvarleg mál augliti til auglits frekar en í síma (þó það geti verið erfiðara). Þú segir að þið hafið báðar svo mikið stolt, en það er staður og stund fyrir allt....

Re: BJÓRINN OG LÉTTVIN I BÚÐIRNAR

í Deiglan fyrir 23 árum
Ég er alveg sammála því að það ætti að vera leyfilegt að selja áfengi í matvörubúðum. Ég er þó ansi hrædd um að verðið til okkar neytendanna myndi hækka því álagningin myndi að öllum líkindum hækka töluvert. En…… á meðan sumt starfsfólk í matvörubúðum hikar varla við að selja krökkum undir aldri sígarettur tel ég að þetta sé svolítið vafasamt. Ef hægt er að koma í veg fyrir það er þetta allt í góðu.

Re: Málið

í Deiglan fyrir 23 árum
Fyrst af öllu finnst mér alveg frábært að þessir þættir séu til yfir höfuð. Það er nauðsynlegt að hafa svona þætti þar sem fólk með sterkar og ákveðnar skoðanir á hlutunum fær að láta gamminn geysa. Ég er alveg sammála því að Illugi er langbestur. Ef til vill finnst mér það því ég er sammála honum í svo mörgu. En allavega er hann óhræddur við að vera gagnrýninn á gang mála í þjóðfélaginu en er um leið ekki fanatískur eða öfgasinnaður. En talandi um að vera öfgasinnaður. Hannes finnst mér...

Re: Meir um fíkniefni.

í Deiglan fyrir 23 árum
Blessaður Matti Það er óþarfi að vera með útúrsnúning, þú þarft ekki leyfi frá mér til að fá þér í glas með strákunum um næstu helgi. Þú þarft ekki leyfi frá mér til að fá þér í nös, í haus eða droppa sýru eða hvað það er sem þú vilt gera. Málið er þó í grundvallaratriðum það að það er löglegt að fá sér í glas en hitt er ekki löglegt. það er ekki löglegt því þetta er fyrir marga eins og rússnesk rúlletta. Ef þetta væri ekki hættulegt get ég lofað þér því að þetta væri löglegt. Það er ekki af...

Re: Bensvín

í Deiglan fyrir 23 árum
Það er rétt að þetta er furðuleg staða í bensínmálum í dag þegar svona mörg mismunandi verð eru á markaðnum. það er e.t.v. rétt hjá þér að þetta gæti verið „við höfum engin samráð leikurinn“ í ljós grænmetismálsins mikla. En er það ekki bara frábært að fyrirtæki séu orðin vör um sig og e.t.v. hætti að hafa samráð (eins og margir telja að olíufélögin hafi verið með lengi)? í mínum huga er það frábært. Við höfum þá slegið margar flugur í einu höggi þegar upp komst um grænmetismafíuna. Þegar þú...

Re: Össur og skattalækkanirnar

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Það er nú alveg dæmigert fyrir SUMA að gagnrýna fólk og flokka fyrir að skipta um skoðun OG meta stöðuna hverju sinni. Þó að Samfylkingin hafi ekki viljað lækka skatta á fyrirtæki áður er ekki þar með sagt að það eigi ALDREI að gera það. Það verður að meta stöðuna í landinu hverju sinni. Í dag er staðan í hagkerfi okkar sú að það er æskilegt að lækka skatta á fyrirtæki því við þurfum á erlendu fjármagni að halda inn í landið, við þurfum að gera það að físilegum kosti fyrir erlend fyrirtæki...

Re: Meir um fíkniefni.

í Deiglan fyrir 23 árum
Þú hefur greinilega ekki lesið það sem ég skrifaði nógu vel Mr Pal. Ég var ekki að bendla alla sjálfstæðismenn við þessi vafasömu viðhorf. Ég segi ætíð „sumir“. Þú skítur þig í raun í fótinn þegar þú segir að heimdellingar séu talsmenn þessa. Þar með ert þú að alhæfa mun meira en ég gerði nokkurn tíma því ekki eru allir heimdellingar á þessari skoðun.

Re: Meir um fíkniefni.

í Deiglan fyrir 23 árum
Í upphafi fullyrðir þú að áfengi valdi meiri skaða en öll hörðu efnin til samans. Mér finnst með ólíkindum að nokkur geti fullyrt aðra eins vitleysu. Þú hefur greinilega ekki lesið þér nokkurn skapaðan hlut til um þessi efni. Ég legg til að þú aflir þér lágmarks upplýsinga um málefni áður en þú ferð að fullyrða svona nokkuð. Margir hafa rætt um lögleyðingu fíkniefna. Er þá helst nefnd lögleyðing kannabis. Persónulega er ég mjög á móti lögleyðingu en er þó ætíð tilbúin til að hlusta á rök...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok