Einu sinni var það þannig að ég átti kærustu sem ég var trúlofaður og elskaði meira en allt, íbúð, tvo ketti, flottan bíl og í góðri vinnu. Í dag á ég allt það sama nema ástina mína. Við vorum búin að vera saman í tæp 2 ár og hlutirnir á milli okkar gengu upp og niður eins og hjá öllum í dag. Dag einn fékk hún nóg og flutti út, rúmum 2 vikum seinna var hún alveg flutt með allt dótið sitt. Ég ætlaði ekki að trúa þessu, ég var í hjartarsorg, ég var brotinn. Hún hringdi öðru hverju til að tékka á mér, sem gerði hlutina ekki skárri, að heyra í röddinni hennar var algjört sálarstríð fyrir mig. En lífið hélt áfram og við erum vinir í dag. Ég fór að hitta stelpur á ný en var samt ekki með allann hugann við það, ég var svo lokaður og fjarlægur. Í fyrra dag var ég að hætta með indælli stelpu því ég var alltaf að bera hana saman við mína fyrrverandi, og líka út af því að ég var byrjaður að huxa svo mikið um mína fyrrverandi. Það kom í ljós það sem flestir mínir vinir vissu allann tímann að ég væri ennþá ástfanginn af minni fyrrverandi. Hún er allt það sem ég vil, engin önnur stelpa kemur í hennar stað, ég elska hana með öllu mínu hjarta og á erfitt með svefn hugsandi um hana.

Málið er að ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu, hvort ég eigi að freistast við að reyna aftur eða hvort ég eigi að bíta á jaxlinn, hætta þessu væli og halda áfram mínu lífi.

Mig langar svo að hringja í hana og segja henni hvernig mér líður en ég þori því ekki, því ég veit ekki hvernig viðbrögð það skapar.

Hvað á ég að gera ? Hjápið mér á þessum dimmu tímum.