Ég var að horfa hér á fréttirnar þann 8. maí og sá það að embættismenn alþingis og fleirri (s.s. forseti Íslands) voru að fá alveg rosalega launahækkun. Ég ætla hér aðeins að setja út á það!
Þessir menn eru með hæstu mánaðarlaun landsins … tökum forseta Íslands sem dæmi, hann er kominn upp í 1,3 milljónir króna og (eftir hækkun sem var um 40 þús. krónur). Á meðan þetta er að gerast þá er gengi Íslensku krónunnar að lækka og hef ég heyrt að hið alræmda sjómannaverkfall geti átt eitthverja aðild að því. Meðan það mál er enn í fullum gangi fá síðan EMBÆTTISMENN launahækkun. Mér finnst þetta hreint og beint hneyksli. Ég veit að gengi krónunnar var að hækka aftur en það breytir því ekki að það er búið að lækka allt í allt. Dollarinn sem kostaði áður eitthvað um 80 kr. kostar núna rúmar 100 kr. En á meðan þessu stendur eru þessir embættismenn sem eru líklegast hæst launaðasta fólk landsins að semja um launahækkun. Segið mér eitt … af hverju fara þessi hundruð þúsunda ekki frekar í það að leysa sjómannaverkfallið. Það mundi ábyggilega hækka gengi krónunnar mun meira.