Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

astasi
astasi Notandi frá fornöld 124 stig
Áhugamál: Box

Re: P4P - Hverjir eru bestir?

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Fyrir mér er Marco Antonio Barrera P4P maður dagsins í dag, síðustu bardagar hans hafa sýnt að hann er ekki bara einn sá aktívasti heldur eru gæði mótspyrnunar einnig best allra þeirra boxara sem eru á ofangreindum P4P lista. Roy Jones hefur ekki barist við almennilegan boxara í langan tíman, Kelly og Woods eru ekki nein nöfn. Bernard Hopkins hefur því miður ekki verið nógu aktívur til þess að komast yfir Barrera að mínu mati, barðist einu sinni á síðasta ári og tvisvar þar áður og það má...

Re: Tyson kominn til Memphis

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sirkúsinn heldur áfram

Re: Ísland komið inn í AIBA

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Til hamingju allir hnefaleikamenn og konur, nú verðum við að endurgjalda það traust sem AIBA setur á okkur og koma upp góðu skipulagi. Setja upp gott mótanet og gera átak í því að kynna íþróttina fyrir ungum sem öldnum. Ég veit að það er unnið gott starf í því að þjálfa boxarar en spurning hvort það þurfi ekki að lyfta grettistaki í því að þjálfa upp góða þjálfara, dómara og skipuleggjendur. En vonandi tekst með samstiltu átaki allra að búa til hnefaleikahefð hér á landi sem er sambærileg...

Re: Tyson, Lewis og Dollaramerkin

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er það skemmtilega með Tyson, að maður veit aldrei í hvaða formi hann kemur í hringinn. Allar sögur um að hann sé komin í toppform og hungri í sigur, hafa heyrst áður t.d. á móti Lewis. Ég er á þeirri skoðun að ef Tyson og Lewis myndi berjast tíu sinnum myndi Lewis vinna níu sinnum.(þá er ég að tala um stöðuna í dag, en ekki Prime Tyson vs Prime Lewis) Hann hefur lengri faðm, og hæfni til þess að útboxa Tyson og rota hann þegar mikið er dregið af honum. Tyson hefur rothögg í báðum...

Re: Box sem áhugamál..........

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ég leysi þetta vandamál með því að lækka bara duglega í hljóðinu! Það sem kannski fer mest í taugarnar á mér, er að fyrst þegar þeir voru að byrja náðu þeir, að vísu upp góðri stemmingu, enda báðir eldheitir áhugamenn um hnefaleika, en þeir fóru mjög oft með fleypur og staðreynda vitleysur. En batnandi manni er best að lifa og hægt var að vonast til að þeir myndu ná sér á strik þegar fram í leið. Hins vegar hefur því miður raunin ekki orðið og það orðið dálítið pínlegt að hlusta á þá félaga....

Re: Box sem áhugamál..........

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það eru í raun fá ef einhvern rök sem hníga að því að leyfa “ekki” atvinnumennsku í boxi eins og öðrum íþróttum. Reyndar væri það skýlaust brot á jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar að banna boxurum að lifa á íþrótt sinni en leyfa t.d. knattspyrnumönnum að gjöra slíkt. Löggjafin og stjórnvöld, geta hins vegar litið á atvinnumannahnefaleika sem “aðra” íþrótt en áhugamannabox/Ólympískir hnefaleikar vegna þess að reglurnar eru öðruvísi og búnaður keppenda annar. Hins vegar er ég nokkuð viss að...

Re: Bubbi og Ómar

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
sammála, það er komin tími til þess að þakka Bubba og Ómari fyrir að hafa kynnt mörgum Íslendingnum fyrir atvinnumannaboxi og leyfa einhverjum sem hefur haldgóða þekkingu á sportinu að reyna sig. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hve litla undirbúningsvinnu þeir Bubbi og Ómar vinna fyrir hverja útsýningu, sérstaklega er það sárlegt að hlusta á þá tala um “upphitunarbardaganna” vitandi varla hvernig á að bera fram nöfnin á köppunum, hver ferillinn er og hvaða væntingar á að gera til...

Re: Lennox Lewis vs Vitali Klitschko

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Lewis hefur alltaf hugsað um peninga og er það hið besta mál, enda þarf maðurinn að lifa, hins vegar er það mjög leiðinlegt fyrir okkur aðdáendur hnefaleika ef Lewis dregur sig í hlé án þess að berjast við Klitschko. Hins vegar er arfleifð Lewis nokkuð góð, þrátt fyrir að hafa verið rotaður tvisvar af mun lélegri andstæðingum, McCall og Rahman. Hins vegar hefur mér alltaf fundist að Lewis ætti að fá meira hrós og það sé í raun einungis eitt sem raunverulega kom í veg fyrir að Lewis gæti með...

Re: Viðtal við Joel Casamayor

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ég spáði þessu alls ekki, það er ljóst að Forrest er ekki eins sterkur (eða var ekki nógu vel undirbúin) annars verður ekki hægt að kenna illaundirbúnum eða lélegum Forrest um þetta, þar sem Mayorga var rosalega og á allt hrós skilið. Hins vegar komu úrslitin í Casamayor Campell ekki á óvart, en guð, hvað segir þetta okkur um Forrest og jafnvel um ?????Mosley????? kv.astasi p.s. Forrest sagði að eitt sinn í viðtali að hvítur/latínu boxari gæti aldrei unnið góðan (slick) svartan boxara. Það...

Re: Bestu þungavigtarboxarar allra tíma

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Á milli Barrera og Botha eru um 50-60 kíló, og því varla samanburðarhæft. Hins vegar er ég viss um að bæði, Marciano og Dempsey hefðu getað rotað Botha, þrátt fyrir að þeir hafi aldrei verið þyngri en 100 kíló. Botha er mjög gott dæmi um mann sem hefur mjög lélega rothögga prósentu. (Botha missti IBF titilinn, sem hann vann af Axel Schultz í Þýskalandi, vegna þess að lyfjapróf sannaði að hann hefði verið á sterum) En ef þið skoðið hvernig Botha slær, sjáið þið strax afhverju hann slær ekki...

Re: hér er viðtal við Nate Campell

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Í bardagnum gegn Freitas sýndi Casamayor að hugur fylgir ekki alltaf máli, ég meina hann tapaði þeim bardaga eingöngu vegna þess að hann var latur og leyfði Freitas að vinna of margar lotur, þannig að það er spurning hvort Campell geti gert hið sama. Annars tel ég að Casamayor sé mun betri og skólaðri boxari en Campell og eigi að sigra og sérstaklega ef hann er svekktur út í sína eigin frammistöðu gegn Freitas og vill sýna hvað í honum býr. Vernon Forrest barðist tvisvar á móti Mosley og...

Re: Bestu þungavigtarboxarar allra tíma

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ástæða þess að ég tel að hægt sé að bera saman boxara frá hinum ýmsu tímum er að ég tel að lyf og tæki hafi nánast ekkert að gera með hnefaleikanna. Ég hef séð alltof, alltof, alltof, margar bardaga þar sem stór sterkur, cut-aður strákur, kemur úr vaxtarækt eða öðrum íþróttum, körfu eða amerískum fótbolta, ætlar sér að læra box á fáeinum vikum og er steinrotaður á nokkrum mínútum af litlum gaur sem búin er að eyða einhvernum tíma í hringnum. Margir af höggþyngstu hnefaleikaköppum sögunnar...

Re: Bestu þungavigtarboxarar allra tíma

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er mjög lögmætur punktur í sambandi við Marciano hjá þér. Þótt Archie Moore hafi verið 42 ára þegar hann barðist við Marciano 1955, hélt hann áfram að berjast alveg fram til 1963 og var enn marktækur þegar Ali barðist við hann árið 1962 og stoppaði Moore í fjórðu lotu. Ezzard Charles var 33 þegar hann barðist við Marciano og Roland La Starza var 26 þegar hann barðist við Marciano og báðir á besta aldri fyrir þungavigtarmann. Auðvita verður að líta á dýptina á þungavigtinni þegar Rocky...

Re: Bestu þungavigtarboxarar allra tíma

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég er reyndar sammála þér um að breyta eitthvað þyngdarflokkunum í pro-boxi. færa þá eitthvað aftur til gömlu þyngdarflokkanna 8. Hins vegar er ósammála þeim sem vilja stofna super-þungavigt. Nú er ég ekki sérstaklega sérfróður um áhugamannahnefaleika, þar sem mér hefur fundist mjög erfitt að finna efni um þá hvort sem það er á netinu eða í bókum og myndböndum. Hins vegar skyldist mér að Super-Þungavigtin yrði aflögð á Ólympíuleikum. Ástæða þess að ég sé enga þörf fyrir super-þungavigt er að...

Re: Bestu þungavigtarboxarar allra tíma

í Box fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ein ástæðum þess að ég kom fram með “minn” lista yfir bestu þungavigtarkappa sögunar, var til þess að fá smá “feedback” um hvað menn töldu einkenna eða ekki einkenna góða þungavigtarkappa. Ein ástæða þess að mjög margir boxspekúlantar setja, Tyson aftarlega á listum sínum er sú staðreynd að Tyson hefur aldrei komið aftur eftir að hafa verið sigraður, reyndar fékk hann ekki tækifæri til þess á móti “Buster” Douglas, hins vegar fékk hann tækifæri til þess að hefna á móti Holyfield og við vitum...

Re: Bestu þungavigtarboxarar allra tíma

í Box fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þegar ég skrifaði “fór” með peninganna sína, átti ég við hvernig hann eyddi sínum peningum. Mjög margir boxarar hafa farið sömu leið. Chuck Wepner, sá sem Sly Stallone, byggði Rocky Balbo á. Er einn þeirra boxara sem er að reyna að breyta þessu og stofnaði samtökin F.I.S.T í þeim tilgangi að hjálpa hnefaleikaköppum sem hætta án þess að eiga nokkurn aur.

Re: Bestu þungavigtarboxarar allra tíma

í Box fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já margir boxarar ættu nú að reyna að læra af Joe Louis, ekki bara hvernig hann boxaði, heldur einnig hvernig hann fór með peninga. Það er alltaf áhugavert að skoða hvað Louis og Schmeling farnaðist mismunandi. En þeir kepptu tvisvar sinnum, Schmeling rotaði Louis í Berlin en Louis rotaði Schmeling í New York. Louis endaði sem eiturlyfja neytandi og átti ekkert nema minningar um glæsta tíma. Schmeling fékk kók-umboðið (drykkinn ekki eiturlyfið) í V-Þýskalandi eftir stríð og er lifandi í dag,...

Re: Bestu þungavigtarboxarar allra tíma

í Box fyrir 21 árum, 4 mánuðum
ég er alveg sammála þér um að Ali er ofmetin, hins vegar skiptir það engu máli hvað menn segja utan hringsins,(Judah og Vargas vita það manna best í dag) og Ali er ein þversagnakenndasta persóna íþróttanna. Einnig hefur mér fundist að Ali hafi viljandi tapað fyrir Leon Spinks í fyrri bardaganum í þeim tilgangi að verða fyrsti maður til að vinna heimsmeistaratitill þrivar. Einnig má segja að hornið hans hafi bjargað honum í fyrri bardagnum gegn Henry Cooper 1963 þegar Angelo Dundee reif...

Re: Enn um Mike Tyson

í Box fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er sammála Mrjakob um Tyson, að hann hafi verið einn af bestu boxurum allra tíma. Hins vegar fór ferilinn í hundanna, bæði vegna atburða innan hringsins, (eyrbitið) og einnig utan hringsins. Ástæða þess að ég dreg þá ályktun að Tyson geti ekki unnið top 10 boxara í dag er að þegar síðasti bardagi Tyson eru skoðaður. Gegn Lewis, sést greinilega að faðmlengd, hæð og reynsla Lewis, gerði allar tilraunir Tyson til þess að komast inn undir Lewis, til þess að slá sína króka og upphögg, að engu....

Re: Enn um Mike Tyson

í Box fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Tyson, er orðin gamal og virðist einungis berjast fyrir pening, slíkt er alltaf hættulegt. Hins vegar var hann á sínum tíma mjög vel skólaður boxari og ef hann hefði barist við Bowe, Lewis og Holyfield í byrjun síðasta áratugar 20aldar hefði arfleið hans verið stórkostleg(að því gefnu að hann hefði unnið, auðvita). Ef einhver raunverulegur heimsmeistari gat náð metinu hans Rocky Marciano, var það Tyson, (Larry Holmes var auðvita nálægt því, en hann ofmetnaðist og var of grobbinn auk þess var...

Re: Uppgjör ársins.

í Box fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Bardagi ársins: Gatti-Ward I Hvað getur maður sagt Runner-up: Oscar De La Hoya vs Fernando Vargas Þjálfari ársins: Buddy McGirt fyrir að skóla Gatti til og gera drenginn að boxara eins og sást í Gatti-Ward II þar sem Gatti sýndi frábært box og lét Micky Ward ekki plata sig inn í slagsmál. Núna væri bara gaman ef Kostya Tszyu mynda taka slaginn við Gatti. runner-up: Hlýtur að vera vanmetnasti þjálfari heimsins: Fritz Sdunek, aðalþjálfari Universum-verksmiðjunnar: hefur W. Klitschko, WHO...

Re: Iron Mike Tyson

í Box fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Bobby Stewart þjálfaði aldrei Floyd Patterson og Jose Torres. Það er rétt að Stewart var sá fyrsti sem sá þá hæfileika sem Tyson( með réttu átti að heita Michael Gerald Kirkpatrick, þar sem faðir hans sem fór frá móður hans Lorna Tyson áður en Mike var þriggja ára og voru þau aldrei gift. Þess vegna ber Mike föðurnafn móður sinnar (useless fact))Hins vegar hafði Stewart strax samband við sinn gamla þjálfara Cus d'Amato sem frægastur er fyrir að þjálfa áðurnefndann FLoyd Patterson. d'Amato...

Re: Ítalía í fyrri heimstyrjöldinni

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ítalir, skiptu um lið, fylgdu Þjóðverjur og bandamönnum að máli fyrst um sinn, en voru fljótir að skipta um lið og börðust/stóðu með Bretum, Frökkum og Bandaríkjamönnum út stríðið. Ribentropp og Churchill hittust eitt sinn, á fjórða áratugi síðustu aldar og tóku tal saman, þar sem Ribentropp sagði “If there is going to be a war between our nations, Germany will win because Italy will be on our side. Churchill svaraði, Well that´s only fair, we had them on our side last time.”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok