Ég er nýbúinn að skrá mig inn og ákvað að skrifa nokkrar línur um Mike Tyson en mikið hefur verið skrifað um hann hér undanfarið. Framundan er slagur við Clifford Etienne sem ég hef reyndar aldrei séð berjast svo ég gef ekki komment á hann. Hins vegar held ég að geta Tyson sé álitamál en það er eitt sem ég hef staldrað dálítið við í umræðunni hér og það er það að það virðist sem allir séu hálf hissa á áð hann sé farinn að dala en hann eldist jú eins og aðrir og það er klárt mál að með aldrinum dregur úr getu manna í þessu sporti. Eitt er víst og það er það að ef kallinn fer með réttu hugarfari í næstu bardaga þá hefur hann enn getu til að rota hvaða boxara sem er, talandi um það þá var bardaginn við Lewis ekki marktækur að mínu mati aðallega vegna þess að Tyson fór í þann bardaga á kolröngum forsendum og var í raun búinn að tapa honum fyrirfram. Ef Tyson hefði verið fókusaður á að berjast en ekki bara komast nokkrar lotur hefði þetta farið öðruvísi, menn skulu átta sig á því að Rahman þurfti aðeins eitt högg til að svæfa Lewis og Tyson er enn mun höggþyngri en hann. Ég yrði ekki hissa ef Lewis myndi tapa illa á þesu ári en hann er að verða fullgóður með sig og hefur látið egóið trufla sig en engu að síður firnagóður boxari. En menn skyldu aldrei vanmeta Tyson þó aldurinn sé farinn að færast yfir. Takk í bili