Ég hef verið hérna á Huga í smátíma, og ég hef frá blautu barnsbeini haft töluverðan áhuga á hnefaleikum, en hef tekið eftir því að umræðuefnin hér á Huga, fjalla að mestu um nútímann, þ.e. flestir sem blanda sér í boxið, virðast einungis skrifa um það sem er að gerast núna, Tyson, Prinsinn, Klitschko-bræður, Lewis o.m.fl. Þegar erlendir boxvefir er skoðaðir, þá er miklum tíma eytt í boxsagnfræði, og miklar vangaveltur um sögu hnefaleika og mér langar aðeins til þess að dýpkta umræðuna hérna og spyrja þá spurningu sem aldrei neitt svar mun finnast en er hins vegar afar mikið hjartans mál fyrir alla “sanna” áhugamenn um hnefaleika. En það er hverjir voru/eru bestu boxarar allra tíma og hvernig koma þeir út í samanburði við þá sem keppa í atvinnumannahnefaleikum í dag. Þar sem áhugi á hnefaleikurnum, er mestur á þeim sem berjast í þungavigtinni(en neðri vigtirnar eru alveg eins merkilegar)ætla ég að koma með lista yfir þá sem eru að mínu mati 15 bestu bestu allra tíma í þungavigtinni:

1. Joe Louis heimsmeistari (1937-1948)26 titilvarnir, hætti ósigraður sem heimsmeistari, en hafði tapað einu sinni áður en hann varð meistari á móti Max Schmeling 1936. Samtals ferill 68(54rot)- 3 töp. Hæfileikaríkasti þungavigtaboxari allra tíma, nánast fullkominn.
2. Rocky Marciano heimsmeistari (1952-1955) 7 titilvarnir, hætti ósigraður. Ferill 49(43rot)-0. Eitt mesta bardaga hjarta allra tíma, sendi Louis endanlega á eftirlaun 1951. Einn best þjálfaði íþróttamaður allra tíma.
3. Muhammad Ali heimsmeistari (1964-1967) (1974-1978) (1978-1980)
Ferill: 56(37rot)-5töp-0 Einn frægasti íþróttamaður heims, Hefði verið “sá besti” ef hann hefði ekki verið settur út af sakramentinu um 3 ára skeið. Ekki fullkomin boxari en hafði stíl og hjarta.
4. Jack Dempsey heimsmeistari (1919-1926)Ferill: 61(rot50)-6töp Breytti stíl hnefaleikanna, var villidýr í hringnum, barðist oftast gegn miklu stærri og sterkari mönnum, Willard og Firpó t.d. og gekk frá þeim. Gat rotað með báðum höndum og sló króka braut oft bein í andstæðingum sínum með krafti sínum.
5. George Foreman heimsmeistari (1973-1974)(1994)(1995) Ferill: 76(68rot)-5töp. Ein mesti rotari allra tíma, elsti maður til þess að verða heimsmeistari, barðist á fjórum áratugum 60'70'80'90. Hefði verið heimsmeistari lengur ef hann hefði ekki mætt ofjarli sínum í Kingshasa 1974 þegar Ali sigraði hann. Einnig verður að telja það Foreman til tekna að hann barðist á tímum þar sem mikil gæði voru í þungavigtinni og margir kallaðir en fáir útvaldir.

Næstu 10.
6. Jack Johnson
7. Gene Tunney
8. Larry Holmes
9. Joe Frazier
10. Lennox Lewis
11. Evander Holyfield
12. Sonny Lison
13. Mike Tyson
14. Floyd Patterson
15. Jim Jeffries

Góðar stundi