Hvað segja menn um síðustu fréttir að Lennox Lewis vilji ekki berjast við Vitali(WBC#1) og ætli beint í Tyson í júní?

Lewis hafði víst hafnað boði HBO um að berjast við Wladimir snemma á þessu ári og sagðist vilja taka Vitali fyrst, síðan Tyson og síðan Wladimir. En eitthvað virðist þetta ætla að snúast í hring hjá karlinu, annars hefur hann oft leikið þennan leik.

Lewis, gaf upp WBA, vildi ekki berjast við Ruiz,
Lewis, gaf upp IBF, fékk pening og Range Rover, vildi ekki berjast við Byrd.

Lewis verður að berjast á árinu við Vitali án þess að missa WBC titilinn.(alla vega segja reglurnar það)

kv. astasi

p.s. Ef maður keyrir um að nýjum Range Rover frá Don King og kallar sig “keisara” hnefaleikanna, þar sá hinn sami ekki að verja þann titill oftar en einu sinni á ári og á móti þeim sem er líklegast til þess að veita honum einhverja keppni!