Nú þegar áramótin eru að renna í hlað er ekkert skemmtilegra en að velta fyrir sér atburðum ársins.
Mér hefur oft fundist meira vera að gerast í hnefaleikaheiminum heldur en á síðasta ári. Þungavigtin var t.d. ekkert svakalega spennandi, Lennox Lewis hefur oft fengið meiri samkeppni og er eiginlega of öruggur sem heimsmeistari til að maður nenni að fylgjast með. Annan Lewis-Tyson? Nei takk. E.t.v. gaman að sjá Rússneska stálið reyna en Lewis er of fjölhæfur og vinnur örugglega. Draumabardaginn væri sennilega Lewis-Foreman, þegar Foreman var ungur og einn ÖFLUGASTI þungavigtari sögunnar þar á ferð. En dream on…
Annað miður skemmtilegt: Felix Trinidad er hættur, honum fylgdi alltaf góð skemmtun.
Ég ætla hins vegar ekki að hafa þetta of langt og vil því enda á að velja bardaga ársins: Gatti-Ward 1, óendanlegt skemmtanagildi og dæmi um sanna vígamenn, hvernig stóð Gatti af sér 9. lotuna???
Gaman væri að heyra ykkar álit.