Jæja, hér er að finna ágætis síðu sem fjallar um þetta málefni á auðskiljanlegan og aðgengilegan hátt. Engin afstaða er tekin, með eða á móti, einungis sýnt fram á staðreyndir, og þar kemur vissulega fram að margt af því sem af mörgum er talið satt og sannað er í raun aðeins getgátur og orðrómar. Þrátt fyrir þá staðreynd, að lítið hefur verið neglt niður varðandi óbeinar reykingar, þá er ég ekki tilbúinn að trúa því að ekkert sé til í neinu af því sem haldið hefur verið fram hingað til. Og...