Þarsem gott BF ár var að líða þá finnst okkur Saura við hæfi að tilnefna nokkra af þeim spilurum sem staðið hafa uppúr á árinu sem andstæðingar okkar jafnt í skrimmum, sem og á public.

En að aðalmálunum.

Infantry ársins: saXi.
Þónokkrir komu til greina en saXi er frábær spilar og í raun mikið meira en bara infantry, en samt sem áður finnst okkur hann eiga þennan titil vel verðskuldaðan. Hann tók alla sína krafta úr CS yfir í BF og hefur nýtt þá frá árdögum BF til að yfirbuga andstæðinga sína.

Flugmaður ársins: Aim@Me
Þrátt fyrir að hafa ekki verið sá virkasti þegar leið á árið teljum við að það komist enginn maður á íslenskri grund með tærnar þarsem þessi drengur hefur hælana. Því fæst einfaldlega ekki með orðum lýst hvernig hann ferð að. Segja má að flestallir íslenskir flugmenn falli í skuggan á Aim@Me.

Tanker ársins: Opel
Einn af þessum “Oldschool” spilurum. Ekki er hann aðeins ótrúlega hittin, þá er hann einnig gríðarlega vel strattaður. Maður hefur oftar en ekki blótað þessum í sand og ösku jafnt í skrimmum sem og á public

Besti Overall ársins: Theseus
Þetta kemur sennilega engum á óvart. Hann býr yfir frábærri hugsun og virðist ávallt vera skrefi á undan fórnarlömbum sínum.Ekki er hann aðeins óbugandi skriðdrekamaður, heldur einnig einn sá sleipasti Infantry. Hann getur spilað allt, nema Sniper ;)

Mestar framfarir á árinu: Cheesy
Okkur finnst við hæfi að hafa hann Einar sem sigurvegaran hérna. Hann hefur farið frá því að vera “einhver Cheesy” í að vera alveg ótrúlega fjölhæfur og án efa í flokki bestu spilara landsins.

Einnig má nefna GH sem heild, sem hafa farið úr því að vera svokallað “núbbaklan” í það að vera alveg hið sæmilegasta lið.

Virkasti spilari ársins: K-9
Sama hvenær, sama hvar, þegar við förum á server, virðist þessi einfaldlega ALLTAF vera að spila. Sumir segja að fjöldi spilaðra klukkustunda haldist í hendur við hæfileika þá á það vel við. K-9 hefur tekið miklum framförum og þá helst núna í haust.

Leiðtogi Ársins: DeadMan
Já, okkur finnst Stjáni eiga þennan heiður vel skilin(Þó það hafi aðeins slettst uppá vinskap okkar eftir aðskilnaðinn). Bara það eitt að gera svona mikið úr því sem var “aðeins” miðlungs lið er eitthvað sem ekki hægt er að horfa framhjá. CP varð mjög gott mjög snemma og hefur haldist í toppsætum klakans allt árið.

Spilari ársins: Jolinn/Ironfist
Það koma nokkrir til greina en það eru þessir 2 sem standa hvað hæst og ekki er hægt að gera upp á milli þeirra. Báðir hafa þeir lagt mikið til BF samfélagsins og gert hverjum og einum glaðan dag með ánægjulegri skapgerð og gríðarlegri spilagleði, en það er það sem þetta snýst allt saman um, að hafa gaman að, og það er það sem þessir 2 gera best

Sætasti spilari ársins: Bizzleburp
Hérna komu nokkuð margir til greina en Tómas bar höfuð og herðar yfir alla aðra. Jafnvel þrátt fyrir að við reyndum að halda Adios mönnum úr þessum tilnefningum virtist enginn komast svo mikið sem nálægt Tomma í fegurð og fríðleika.


Kv. Iceberg og Sauri
A