Ég sendi JReykdal bréf sem hét Elsku Besti Jóhannes fyrir aðeins minna en mánuði:

Heitirðu annars ekki Jóhannes? Ég heyrði það allavega einhversstaðar.

Elsku besti Jóhannes, vildirðu vera svo vænn og gleðja örrugglega nokkur hundruð af fólkinu sem að stundar Huga með því að breyta Command & Conquer áhugamálinu í Strategy áhugamál? Strategy leikir eru svo rosalega vinsælir núna með leikjum eins og Rome: Total War, Battle for Middle-Earth og Pirates!(þetta upphrópunarmerki er partur af nafninu, ég er ekki að leggja áherslu á þetta eða eitthvað svoleiðis) sem að eru allir inn á topp tíu listanum yfir mest seldu leikina akkurat núna hjá BT og svo spila mörg hundruð manns Civilization og Age of leikina. Ekki bara það heldur eru Strategy leikir í meirihluta á þessum lista. Þarftu betri ástæðu? Það væri svo rosalega gott ef að það væri bara áhugamál um þetta svo að við gætum tjáð okkur, sagt okkar skoðanir og allskonar um þetta.

Ég fékk þetta til baka:

Ekki alveg strax (ekki tími) en það er á planinu.

Ég sendi þetta þá til baka:

Ertu að tala um þá eftir nokkra mánuði eða daga? Ég skil alveg að það eru jól hjá þér líka þannig að það er kannski alveg skiljanlegt að þú getur ekki gert þetta núna en geturðu sagt manni eitthvað?

Þá fékk ég þetta til baka:

amk. vikur

Þá vitum við allavega að þetta er á leiðinni.