Alls ekki. Hvernig væri að þú gæfir þér tíma til þess að lesa í gegnum þráðinn, áður en þú ferð að drulla yfir einhvern sem á það ekki skilið. Ég skal alveg viðurkenna að þessi tónlistarstefna kemur mér fremur spánskt fyrir sjónir, það litla sem ég hef kynnst af henni. Hins vegar á ég afskaplega bágt með að viðurkenna það að ég hafi verið með einhvern hroka. Ég setti fram þá spurningu sem ég hafði, kannski ekki á eins hlutlausan hátt og mögulegt var, en ég kom þó máli mínu skilmerkilega frá...