Veronica Mars - Besta sjónvarpsefnið í dag Nýlega byrjaði ég að horfa á Veronica Mars, þátt sem er nýbyrjað á sýna á RÚV.
Þessi þáttur er frumlegur og plottin frábær, hann heillaði mig allveg frá upphafi.

Veronica Mars er um samnefnda stelpu sem býr í litlum strandarbæ í Suður Californiu, Neptune. Veronica missti allt þegar besta vinkona hennar Lilly Kane var myrt. Faðir Veronicu, Keith sem var lögreglustjórinn í bænum, ásakaði Jake Kane um morðið, pabba Lilly. Hann missti vinnuna með skömm og allt fór á annan endann í lífi Veronicu.

Mamma hennar fór frá henni og pabba hennar þar sem þau voru nú orðin fátæk og enginn líkaði við fjölskylduna lengur því Jake Kane var milljónamæringur og öllum líkaði við hann. Enginn vildi vera vinur Veronicu og Duncan Kane bróðir Lilly hætti með henni. Ástæðan var að allir stóðu með pabba Lilly og voru ekki sáttir við að pabbi Veronicu hafði ásakað hann um morðið.

Núna, ári seinna eftir morðið á Lilly þá vinnur Veronica með pabba sínum á einkaspæjara stofu þar sem Veronica tekst að leysa hin ýmsu mál með pabba sínum.
Með öllu sem hún þarf að kljást við þá er hún líka að rannsaka morðið á Lilly leynilega, þar sem Veronica er handviss um að Abel Koonts sem er í fangelsi fyrir morðið, hafi ekki framið það.

Veronica Mars er engum þáttum líkur. Hann er spennandi, skemmtilegur og fyndinn í senn. Hann er ekki eins og flestir aðrir þætti sem er verið að sýna því Veronica Mars er öðruvísi en flestar persónur í þáttum í dag.
Veronica er hörð stelpa sem lætur ekkert brjóta sig niður þó að öllum líki illa við hana.

Veronica Mars er sýnd á þriðjudögum klukkan 20:40. Mæli með þessum þætti.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."