Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

andri
andri Notandi frá fornöld 26 stig

Re: Hvernig er hægt að bæta tekjur öryrkja án þess að hækka kostnað ?

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það sem mér þykir forvitnilegast er af hverju fólki sem þiggur örorkubætur hefur fjölgað svona svakalega mikið á síðustu árum, eða um 40% frá 1998 til 2003. Er það vegna þess að bæturnar hafa hækkað þetta mikið og því borgar sig frekar að skrá sig sem öryrkja? Er það vegna mikillar umræðu um öryrkja undanfarið? Eru fleiri að fatta að þeir eigi rétt á þessu eða eru læknar duglegri í dag að greina fólk sem öryrkja en áður? Varla getur ástæðan verið sú að raunverulegum öryrkjum hafi fjölgað...

Re: medium format

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Til dæmis hjá Dikta á Laugaveginum og (held ég) Ljósmyndavörum Skipholti.

Re: Gott þá, slæmt í dag

í Fjármál og viðskipti fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hvað er betra við verðtryggð lán?Ég held ég hafi örugglega útskýrt það að ofan en allavega; kosturinn við verðtryggð lán er sá að greiðslubyrði í byrjun lánstíma er miklu minni en af óverðtryggðu láni (~50þ. vs. ~80þ. af milljón). Í staðinn er greiðslubyrði af verðtryggðu láni hærri í lok lánstíma en af óverðtryggðu láni. Greiðslubyrðin á verðtryggðu láni helst alltaf sú sama að raungildi en hækkar að krónutölu en greiðslubyrði á óverðtryggðu láni helst sú sama í krónum talið en lækkar að...

Re: Nikon D70

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
ekki nema 6.1 megapixel, er það ekki alltof lítið?Haha, hér fyrir stuttu síðan þóttu 6 megapixelar vera “the holy grail” fyrir stafrænar myndavélar, þ.e. jafn gott eða betra en 35mm filmur. Kodak seldi t.d. hér fyrir nokkrum árum 6 MP vél á yfir 2 milljónir. 6 megapixelar eru því svoleiðis alveg nóg á DSLR vél nema þú ætlir þér að gera mikið af því að prenta stærri myndir en A3. 6 MP DSLR vél er líka svoleiðis miklu betri en 8 eða 10 MP lítil vél. Mér finnst ennfremur 90 þúsund vera nokkuð...

Re: Gott þá, slæmt í dag

í Fjármál og viðskipti fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Sá banki sem fyrst býður óverðtryggð íbúðalan, hann fær mín viðskipti.Þá er um að gera að drífa sig út í næsta banka. Íslandsbanki er t.a.m. búinn að bjóða upp á svona lán í heilt ár og ég held að hinir bankarnir geri það líka. Sjá t.d. http://www.isb.is/default.asp?id=/einstaklingar/lan/huslan/isloverdtryggdlan Persónulega myndi ég samt frekar taka verðtryggt lán því þau eru hagstæðari fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta sinni, en fyrir fólk með góðar og öruggar tekjur sem er að stækka við...

Re: Gott þá, slæmt í dag

í Fjármál og viðskipti fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Nú þekki kannski ekki alveg hvort Seðlabankinn geri mikið af því að lána bönkunum pening þótt hann hafi jú svosem heimild til þess í lögum. Hinsvegar veit ég að stýrivextir núna eru 6,3% og ríkisvíxlar eru með 6,6% vöxtum sem gerir 3,4% raunávöxtun. Þessvegna finnst mér það afskaplega ólíklegt að ríkið sé að taka lán á ~6,5% vöxtum og svo aftur að lána bönkunum á 3,5% vöxtum. Slíkt þýddi 3% vaxtatap fyrir ríkið. En burtséð frá því hvort það sé hægt að taka lán hjá Seðlabankanum á lágum...

Re: Gott þá, slæmt í dag

í Fjármál og viðskipti fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Sem námsmaður er ég lítið að gefa peninga og satt best að segja held ég að ég taki mun stærri skerf af þjóðarkökunni en ég afla henni. :) En stærsti hluti hagnaðar bankanna er gengishagnaður enda er verð á hlutabréfum komið út í algera vitleysu (að mínu mati). Bjartsýnin með framtíð ýmissa fyrirtækja er orðin svo mikil að það minnir orðið á .com tímabilið og Decode ævintýrið ;) Hagnaður af venjulegri viðskiptabankastarfssemi er hinsvegar ekkert alltof mikill og ef sleppum gengishagnaðinum...

Re: Endurskoðun stjórnarskrárinnar

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Aha, en þú mátt ekki gleyma því hver er tilgangurinn með Alþingi. Hann er ekki að vera umræðuvettvangur um stjórnmál heldur er hann sá að stjórna landinu. Þetta er því alltaf spurning um að feta meðalstigið á milli þess að hleypa sem flestum röddum inn á Alþingi og þess að hafa sem öflugustu stjórnina með sem fæstum flokkum. Ef of fáir flokkar eru á þingi er hætt við því að lýðræðið skerðist og að ráðist verði í mál af meiri krafti en hugsun en ef of margir flokkar eru á þingi er hinsvegar...

Re: Endurskoðun stjórnarskrárinnar

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Aha, en þú mátt ekki gleyma því hver er tilgangurinn með Alþingi. Hann er ekki að vera umræðuvettvangur um stjórnmál heldur er hann sá að stjórna landinu. Þetta er því alltaf spurning um að feta meðalstigið á milli þess að hleypa sem flestum röddum inn á Alþingi og þess að hafa sem öflugustu stjórnina með sem fæstum flokkum. Ef of fáir flokkar eru á þingi er hætt við því að lýðræðið skerðist og að ráðist verði í mál af meiri krafti en hugsun en ef of margir flokkar eru á þingi er hinsvegar...

Re: Endurskoðun stjórnarskrárinnar

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég ætla að mótmælu einu atriði hjá þér (en er samt ekkert endilega sammála hinum atriðunum): 1. Landið verði sameinað í eitt kjördæmi. Það mun gera litlum flokkum og minnihlutahópum mun auðveldara fyrir að komast inná Alþingi. Þannig væri maður öruggur með sæti ef maður fengi 1,59% atkvæða. Miðað við núverandi fyrirkomulag þarf maður að fá a.m.k. 5% atkvæða yfir landið eða enn meira í einu kjördæmi.Þarna tel ég að þú sért að fara villur vegar. Í löndum þar sem svona lágur þröskuldur eru úir...

Re: Gott þá, slæmt í dag

í Fjármál og viðskipti fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Aha, þú ert í raun ekki að kvarta undan verðtryggingunni sem slíkri heldur háum vöxtum á Íslandi, ekki satt? Þetta er auðvitað gamalt mál en skýringin á háum vöxtum á Íslandi er auðvitað sú að íslensk efnahagskerfi er smátt og enn fremur einhæft og því miklu meiri sveiflur í því heldur en t.d. í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Ef álverð eða fiskverð lækkar eða hækkar örlítið hefur það mikil áhrif á efnahaginn hjá okkur. Við sjáum til dæmis sveiflurnar sem hafa verið á krónunni sl. ár. Það er...

Re: Gott þá, slæmt í dag

í Fjármál og viðskipti fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég er enginn sérlegur aðdáandi Baugs en mér finnst ósanngjarnt að skella skuldinni vegna verðbólgunnar á þá. Ég hef ekki séð nein merki þess að matvöruverð hafi hækkað neitt síðan fyrir ári síðan (allavega erfitt að draga ályktanir án þess að hafa verðkannanir við höndina). Annars veit ég ekki betur en að aðalástæða hækkunar neysluverðsvísitölunnar sé þessi svakalega hækkun á húsnæði sem hefur verið undanfarið. Annars er það á ábyrgð ríkisins og Seðlabankans að halda verðbólgunni niðri en...

Re: ÞINN topp tíu af lögum...?

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hmm, erfitt að finna 10 uppáhalds lögin þar sem ég hef meiri áhuga á plötum í heild en stökum lögum en hér eru allavega 10 góð lög sem ég er með inná tölvunni og hlusta smávegis á í augnablikinu (allt löglegt að sjálfsögðu ;) ). 1. Bob Dylan - I Pity The Poor Immigrant. 2. Prodigy - Firestarters. 3. Pink Floyd - Dark side of the moon. 4. Rachmaninov - 1. píanókonsertinn. 5. Bítlarnir - Norwegian Wood. 6. Tom Waits - Yesterday Is Here. 7. Edvard Grieg - In der Halle des Bergkönigs. 8. Nick...

Re: Tilveruréttur Kuwait

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ef þú ert að segja að ég sé gyðingahatari þá ertu á villibraut.Það sagði ég alls ekki og var satt að segja ekki að beina þessum ummælum að þér. Datt ekki einu sinni í því að þú myndir taka þetta til þín enda varstu ekkert að tala um Ísrael. En hinsvegar er þetta helber vitleysa í þér sem þú ert að segja um Kúveit. Það er bara alls ekki rétt að Kúveit hafi nokkurn tímann nokkurn tímann verið hluti af Írak of ef þú heldur það virkilega mæli ég með því að þú gerir þér ferð út á næsta bókasafn!...

Re: Tilveruréttur Kuwait

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Afhverju ertu að blanda Kúrdum inn í þetta? Þeir hafa ekki verið með nein læti undanfarið enda höfðu forystumenn þeirra lofað að vera góðir áður en Íraksstríðið hófst (helst að þeim litist illa á stríðið því með því væru líkur á því að þeir myndu tapa “sjálfstæðinu” sem þeir höfðu í raun fyrir stríðið í Íraks). Kannski Kúrdar eigi að fá eigið ríki, kannski ekki, en það er allavega ljóst að það er ekki það sem er mest aðkallandi þessa dagana útfrá því sjónarmiði að ná friði í...

Re: Olían, upphafið að endalokum?

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Eða Noregi? Það er vont fyrir lönd að verða of rík áður en samfélagið er orðið fullmótað og stofnanir samfélagsins öruggar í sessi. Ég sé ekki að olían sé orsökin fyrir vandamálum þessara landa sem þú nefnir en hinsvegar er hún ekkert sérstaklega til að bæta ástandið þarna.

Re: Geir og Sjálfstæðisflokkurinn brugðust

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þannig að það hefði verið allt í lagi að skipa sem dómara Eirík Tómasson sem sem hefur álíka stöðu innan Framsóknarflokksins og Jón Steinar innan Sjálfstæðisflokksins?

Re: Olían, upphafið að endalokum?

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ekki alveg rétt. Hærri skattar koma niður á báðum aðilum. Við sjáum til dæmis að á Íslandi þar sem eru mjög háir skattar á bensíni keyra flestir á minni, sparneytnari og aflminni bílum en fólk gerir almennt í Bandaríkjunum. Þetta kemur niður á okkur neytendur því við neyðumst til að kaupa minni og leiðinlegri bíla en þetta kemur líka niður á olíuframleiðendum því stærri bílar eyða miklu meira bensíni. Málið er einfaldlega það að er bara tímaspurnsmál þangað til almennri notkun á olíu verður...

Re: Canon EOS 10D á 89.999,-

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hver sagði að það væri gáfulegt að selja gömlu 10D vélina á þessu verði? Ekki gerði ég það. Það eina sem ég er að segja er að í augum væntanlegs kaupanda er eins árs 10D vél alls ekki meira virði en 85-100.000. Meira en það og það er hagstæðara að kaupa nýja 20D vél í staðinn. Gamla 10D vélin má hinsvegar vel hafa meira gildi en þetta fyrir einhvern sem á slíka vél fyrir. Þér finnst til dæmis 10D vélin þín vera 130 þúsund króna virði og ég ætla ekkert að rengja það. Þ.e.a.s. það væri...

Re: Olían, upphafið að endalokum?

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ahem, vandamálið við olíuna er ekki að það sé ekki nóg af henni - hún mun endast í marga áratugi í viðbót, líklega út öldina - heldur að hún er öll á röngum stöðum og þá aðallega í miðausturlöndum og öðrum óstabílum löndum eins og Rússlandi og Venezúela (Húgó kallinn Chavez er alger nöttari ;) ). Olíuverðið hækkar auðvitað í dag vegna Íraksstríðsins og alls vesensins í öðrum stóru olíuframleiðsluríkjunum. Allt vesenið í þessum löndum kostar okkur svo sannarlega skildinginn. Að auki er svo...

Re: Góð bók...

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Salka Valka e. HKL. Sjálfur er ég enginn svakalegur Laxness aðdáandi (ennþá!) en Salka Valka fannst mér hinsvegar frábær og aðgengileg lesning. Hmm, aðrar bækur; ertu búin að lesa Catcher in the rye? Veröld Soffíu? Báðar mjög holl og góð lesning. Pí, fékk Booker verðlaunin í fyrra eða hittífyrra. Heart of darkness eftir Joseph Conrad - stutt en djúp bók. Alltaf gaman að töfraraunsæinu hjá Isabelle Allende (las hana talsvert á þínum aldri og hafði gaman að). T.d. Hús Andanna. Ég hafði...

Re: Canon EOS 10D á 89.999,-

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Tveggja ára ábyrgð er betri en eins árs ábyrgð, ekki satt?

Re: Canon EOS 10D á 89.999,-

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já, enn tvær athugasemdir: Listaverðið á 20D í Beco er 169.900 og þar af fær maður annaðhvort 5% eða 10% afslátt ef maður er í þessum klúbbi þeirra og þá er verðið komið niður í 150 eða 160 þúsund. Að auki finnst mér óviðeigandi hjá keg að kalla annað fólk hálfvita afþví hann telur að það hafi selt 10D vélina sýna fyrir of lítinn pening. Og jafnvel þótt það væri rétt hjá honum að fyrsta vélin hafi verið seld á of lítinn pening er fráleitt að halda því fram að þeir sem komi á eftir geti ekki...

Re: Canon EOS 10D á 89.999,-

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég veit ekki hvaðan þú hefur þínar upplýsingar en ég hef skoðað verðin á D60 og 10D á Ebay talsvert vel og þar geturðu fengið nýja og ónotaða 10D á 975 dollara. Notaðar vélar eru þessa dagana að seljast á bilinu $800-900 sem gerir 57-64 þúsund krónur. Bætum svo bara 50%, eins og þú vilt, þar ofan á og þá fáum við verð á bilinu 85.000 til 95.000 krónur og það eru verðin sem eru í gangi á Íslandi í dag. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því, og ég leyfi mér að segja, örugglega betur en þú, að...

Re: Hvað er í gangi?

í Netið fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þá mæli ég með því að þú prófir að skanna tölvuna með annari vírusvörn, bara svona just in case ;) Ég er alls ekki einn um þá skoðun að Norton sé fremur slappt … og ekki nóg með að Norton sé ekki nægilega duglegt í vírusvörninni heldur tekur það óhemju mikið minni og hægir talsvert á tölvunni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok