Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa verið að skila margra milljarða króna hagnaði núna fyrrihluta árs og desember gróðinn ekki kominn í kassann enn.
Í dag er 3,5% verðbólga heyrði ég einhverstaðar og er hærri nú en undanfarin ár. Þessi verðbólga er reiknuð í vísitölu, vísitölu neysluverðs.
Á Íslandi eru fyrirtækjasamsteypur t.d. Baugur, Kaupás og fleirri sem á augabragði geta haft gríðaleg áhrif á vísitölu neysluverðs með því einu að hækka hjá sér verð á nauðsynjavöru um örfáar krónur.
Verðtrygging sem er á öllum íbúðalánum og flestum öðrum útlánum bankana reiknast svo út frá þessari sömu vísitölu.
Þegar þessar fyrirtækjasamsteypur eiga orðið hagsmuna að gæta í bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum finnst mér orðið skuggalega hættulegt að taka þessi lán.
Ef vísitalan hækkar, þá hækka skuldir heimilanna í takt og allir Íslendingar sem eiga húsnæði á lánum, lán á fyrsta veðrétti skulda meira og svo meira og svo meira.
Óréttlætið skín svo í gegn þegar upphæðir sem snúa að okkur almenningi t.d. persónuafslátturinn eru ekki verðtryggðar. Ég heyrði að ef persónuafslátturinn hefði verið verðtryggður frá 1996 þá ætti hann að vera tæpar 50.000kr.
Ríkið er þ.a.l. alltaf að fá meiri verðmæti af laununum okkar, persónuafslátturinn er ekki jafn verðmætur nú og hann var 1996, þó hann sé einhverjum þúsundköllum hærri.
Ég segi að verðtrygging sé böl fyrir almenning og gefi fyrirtækjasamsteypum hreðjartak á skuldum bæði borgura og ríkisins.
Bankar eru fyrirtæki til að eiga viðskipti við, fyrirtæki sem eiga ekki að vera hlunnfara almennig um tugi milljarða á ári.

Með vinsemd og virðingu
Rapport