Hvernig er hægt að bæta tekjur öryrkja án þess að hækka kostnað ? Ég vil byrja á því að taka það fram að ég styð baráttu öryrkja að fá betri bætur, en aðeins hjá þeim sem að virkilega þurfa á þeim að halda. Ég las um daginn að tæplega 40% af öryrkjum árið 2001 voru fólk með geðsjúkdóma, átti erfitt með að finna nýjar tölur en ég gæti alveg trúað að hlutfallið sé svipað í dag. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að styðja fólk með geðsjúkdóma, ég hef sjálfur verið með geðsjúkdóm og fengið fjárhagsaðstoð. En það var aðeins í stuttan tíma á meðan ég var að byggja mig upp.

En eins og staðan er í dag þá er hægt að fara til geðlæknis og segjast vera þunglyndur, og fara beint á örorkubætur. Faðir minn sem er áfengissjúklingur hefur verið á næstum fullum bótum í mörg ár, og vinnur svo stundum svart með til þess að fá aukapening. Einnig þá á vinur minn vinkonu sem að hefur verið með þunglyndi í rúmlega 5 ár, og verið á fullum bætum allan þennan tíma á meðan hún situr heima í þunglyndinu. Bæði faðir minn og þessi “vinkona” eru að eyða rúmlega helmingnum af bótunum í ÁFENGI OG DÓP. Er það góð notkun á skattpeningnum okkar ?

Og hvernig á maður eiginlega að komast upp úr þunglyndinu þegar það er verið að leyfa manni að hanga heima og gera ekkert við lífið sitt ? Að vera þunglyndur eða fíkill er auðvitað alvarlegt mál og tel ég að það eigi að hjálpa þessu fólki, en að dæla peningum í þau ár eftir ár á meðan þau vinna ekkert í sínum málum er auðvitað ekkert annað en peningasóun.

Svo veit ég um dæmi þar sem kona sem er í yfirvigt er að fá hálfar bætur til þess að geta stytt vinnudaginn sinn. Við erum EKKI að tala um konu sem að er fædd með sjúkdóm (ég veit að það er hægt að fara í yfirvigt út af genum), heldur kona sem að hreyfir sig ekki neitt og borðar skyndibitamat allan daginn. Núna á víst skattpeningurinn okkar að fara í matinn hennar.

Við erum að tala um marga MILLJARÐA sem er verið að henda ofan í vaskinn!!! Það er svo margt sem að væri hægt að nota þessa peninga í. T.d. hækka laun kennara, styrkja meðferðastofnanir og geðdeildir þar sem hefur verið algjört neyðarástand seinustu árin. Og auðvitað hækkað bætur þeirra sem að virkilega þarfnast þeirra. Það þarf ekki að hækka kostnaðinn heldur bara nota peningana rétt!