Ákvörðun Geirs H Haarde að skipa Jón Steinar hæstaréttardómara var mikil vonbrigði. Þó Jón Steinar sé örugglega mjög hæfur lögmaður þá breytir það ekki því að hann er nátengdur forystu annars stjórnarflokksins þ.e. Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur varið flestar ákvarðanir formanns flokksins með svipuðum hætti og Hannes Hólmsteinn prófessor. Þarna hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins brugðist illilega báði Hæstarétti og flokknum. Þessi ákvörðun ásamt síðustu skipun dómara í Hæstarétt, náfrænda formanns flokksins, á eftir að draga dilk á eftir sér og færa andstæðingum flokksins beitt vopn í hendur. Í raun er hér um hreina og beina spillingu að ræða. Mín spá er sú að Geir H Haarde verði aldrei formaður Sjálfstæðisflokksins nema þá tímabundið fram að næstu kosningum en þá mun flokkurinn bíða afhroð.
Því miður en ég lýsi allri ábyrgð á núverandi forystu flokksins sem hefur brugðist.