Sigið niður Svartafoss Við vorum staddir í Skaftafelli vinirnir og vorum að spá hvort við ættum að labba upp á eitthvað tilgangslaust fjall eða festa línuna við smásteina og gera tilraun til að síga niður Svartafoss. Fossinn var fyrir valinu, og er það num skemmtilegra mission :) (en að labba upp á eitthvað fjall - sem við gerum bara seinna) Eftir smá pælingar fundum við þennann fína stein sem við tryggðum línun við, (notuðum 2 steina). Við vorum með 60m línu og það veitti ekkert af henni, fossinn er kannski 40m - 45m. Svo var bara að fara í beltið að festa sig við línuna og af stað. Það var smá óþægilegt að koma sér af stað, en þetta hafðist allt saman. Þó að við höfum kannski ekki sigið niður fossinn sjálfann, (um 1,5m frá) þá var þetta gríðalega hressandi. Tók mun styttri tíma en að labba upp á fjallið :), tók aðeins nokkrar mín, en var vel þess virði. Mæli með þessu !(það getur vel verið að þetta sé ekki leyft, við spurðum engann - ekki segja neinum)