Góðan daginn, í sambandi við eftirvinnslu ljósmynda í tölvum er oft minnst á “unsharp mask”, hef prufað þetta sjálfur í photoshop og séð áhrifin en átta mig samt ekki hvað þetta í sjálfu sér gerir. Þætti vænt um ef einhver gæti sagt mér það og útskýrt sambandið mili Amount, Radius, Threshold.
Ég veit að ég ætti að geta farið í help en einhverra hluta vegna hefur það dottið út.