Sumt fólk heldur því fram að geimverur hafi með jarðneskri tækni sinni skapað manninn og síðan farið leiðar sinnar eitthvert annað. Fyrst talið er að geimverur hafi plantað mönnum niður á jörðina; þá hljóta þær að hafa haft tækni til þess að skapa annað vitsmunalíf. Þar afleiðandi hlýtur tækni þeirra að hafa fengist með iðnvæddri menningu þar sem notast hefur verið við náttúruauðlindir í tímanna rás auk þess sem mistök hafa sett mark sitt á plánetu þeirra (styrjaldir, ofbeit, mengun og annað sem hefur eyðandi áhrif á jörðina).

Þess vegna hefur líklega þeirra eigin pláneta verið að fara til fjandans vegna og þurrðar á náttúruauðlindum líkt og jörðin okkar er hægt og sígandi að eyðast upp. Ofan á það hlýtur að vera mjög vandasamt verk að finna aðra frjósama plánetu líkt og jörðina miðað við það að stjörnukíkjar, geimför og fleiri geimrannsóknartækni okkar mannana hefur ekki ennþá tekist að finna neina aðra plánetu sem líkist okkar eigin þó að langt sé leitað. Það er ennþá skrítnara að geimverurnar skuli ekki hafa tekið það með í reikninginn að menn gætu með tímanum þróast til þess að vera ofjarlar þeirra í tækni og þar með ógnað þeirra tilveru þótt seint sé.

Það er skrítið að geimverur færu að planta sínum sköpuðu lífverum (manninum) á einhverri frjósamri og óspilltri plánetu í stað þess að geimverurnar settust þar að sjálfar líkt og maðurinn myndi gera ef tækifæri byðist. Það bera sumir því við að þær hafi skapað manninn og síðan bara rokið í burtu. Þetta er sorgleg kenning að því leyti til að það er engin ástæða fyrir þær að vera að rjúka í burtu. Ef geimverurnar sköpuðu manninn og plöntuðu honum á jörðina þá hlýtur að hafa ríkt vísindalegur tilgangur á bakvið það verkefni líkt og sálfræðingar gera kannanir á hegðun manneskja, eða þá að geimverurnar hafi eingöngu plantað mönnum niður á jörðina vegna kærleikans (,,Er ekki Guð kærleiksríkastur fyrst Jesú Kristur og Hann eru eitt´´).

Þar afleiðandi hljóta geimverurnar að hafa staldrað við og séu í sífelldu að fylgjast með mannkyninu (eftir ófyrirséð syndafallið ríkir manndómspróf á breytni mannsins). En þar sem geimverurnar eru hvergi sjáanlegar þá hljóta þær að vera ósýnilegar, og þar sem þær eru ósýnilegar þá hljóta þær að samsvara til andavera (þ.e Guð almáttugur og englar Hans – þó er maður ekki að meina það að englar hafi skapað manninn) og þar sem þær eru andaverur þá er ekki um jaðneskjulegar geimverur að ræða - þó geta þær haft áhrif á allt það jarðneskjulega (skapað, tekið sér hold og annað). Þannig að eina rökrétta skýringin er sú að þessar svokölluðu ,,geimverur´´ („eru ekki geimverur aðeins nafn yfir öllu ,,unhuman´´!) hljóta að vera þær andavitsmunaverur sem eru æðri manninum og leiðir það því auðvitað til Heilags veldis Guðs almáttugs.

Það er í sjálfu sér ekkert frumlegt að koma með svona geimverukenningu að því leyti til að allar geimverusögur eru sem „trölla og álfasögur – nútímans“ (menn ímynda sér til um það sem þekking þeirra nær ekki til og voru slíkar sögur vinsælar á dögum þeim þegar fundið var Ameríku og svo hvernig hnattrænar siglingar færðu mönnum heima fyrir einhverjar ýkjusögur um fjarlæg lönd).